Nú getur fólk drukkið í sig listina Friðrika Benónýsdóttir skrifar 26. nóvember 2013 11:00 Þær Sara og Svanhildur kalla sig Dúósystur og oftar en ekki eru þær sjálfar viðfangsefni verkanna, settar í listasögulegt samhengi. Fréttablaðið/Valli Myndlistarmennirnir Sara og Svanhildur Vilbergsdætur hafa vakið mikla athygli fyrir dúettmálverk sín sem þær mála í sameiningu. Nú hafa fimm af málverkum þeirra verið prentuð á kaffimál og þær systur hyggja á nýja landvinninga. „Myndirnar okkar hafa fengið mjög góðar viðtökur, vakið mikið umtal og hrifningu, en þetta eru stórar og dýrar myndir þannig að salan hefur svo sem ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir,“ segir Sara spurð hvernig á því standi að þær systur, hún og Svanhildur, hafi gripið til þess ráðs að koma málverkum sínum á framfæri á kaffibollum. „Þegar frænka okkar kom síðan að máli við okkur og kynnti okkur þann draum sinn að fara að framleiða það sem hún kallar „listamál“, sem sagt kaffikrúsir með áprentuðum málverkum, leist okkur mjög vel á hugmyndina og slógum til.“Fimm af málverkum systranna hafa öðlast framhaldslíf á kaffikrúsum.Fimm af málverkum þeirra systra hafa verið prentuð á bolla nú þegar, í litlu upplagi, en meiningin er að hefja fjöldaframleiðslu síðar ef allt gengur upp, bæði á bollum með verkum þeirra og fleiri málara. „Þá getur fólk eignast málverkin fyrir tiltölulega lítið fé og drukkið í sig listina á hverjum degi,“ útskýrir Sara. „Það er nú varla hægt að komast í nánari snertingu við listaverk en það.“ Sara er með vinnustofu á Korpúlfsstöðum og þær Svanhildur taka þátt í opnu húsi þar á fimmtudaginn, þegar allir listamennirnir sem þar starfa opna vinnustofur sínar fyrir almenningi. „Við erum bara með um hundrað bolla til að selja,“ segir Sara, „þannig að það má segja að þetta séu nokkurs konar kynningareintök.“ Opna húsið stendur frá kl. 17 til 21 á fimmtudaginn og auk opnu vinnustofanna verða tónlistarmenn á staðnum og skemmta gestum. „Þetta verður skammdegishátíð,“ segir Sara. „Hugsuð til að létta fólki lundina í myrkrinu og við vonum að sem flestir leggi leið sína til okkar og skoði það sem hér er verið að gera.“ Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Myndlistarmennirnir Sara og Svanhildur Vilbergsdætur hafa vakið mikla athygli fyrir dúettmálverk sín sem þær mála í sameiningu. Nú hafa fimm af málverkum þeirra verið prentuð á kaffimál og þær systur hyggja á nýja landvinninga. „Myndirnar okkar hafa fengið mjög góðar viðtökur, vakið mikið umtal og hrifningu, en þetta eru stórar og dýrar myndir þannig að salan hefur svo sem ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir,“ segir Sara spurð hvernig á því standi að þær systur, hún og Svanhildur, hafi gripið til þess ráðs að koma málverkum sínum á framfæri á kaffibollum. „Þegar frænka okkar kom síðan að máli við okkur og kynnti okkur þann draum sinn að fara að framleiða það sem hún kallar „listamál“, sem sagt kaffikrúsir með áprentuðum málverkum, leist okkur mjög vel á hugmyndina og slógum til.“Fimm af málverkum systranna hafa öðlast framhaldslíf á kaffikrúsum.Fimm af málverkum þeirra systra hafa verið prentuð á bolla nú þegar, í litlu upplagi, en meiningin er að hefja fjöldaframleiðslu síðar ef allt gengur upp, bæði á bollum með verkum þeirra og fleiri málara. „Þá getur fólk eignast málverkin fyrir tiltölulega lítið fé og drukkið í sig listina á hverjum degi,“ útskýrir Sara. „Það er nú varla hægt að komast í nánari snertingu við listaverk en það.“ Sara er með vinnustofu á Korpúlfsstöðum og þær Svanhildur taka þátt í opnu húsi þar á fimmtudaginn, þegar allir listamennirnir sem þar starfa opna vinnustofur sínar fyrir almenningi. „Við erum bara með um hundrað bolla til að selja,“ segir Sara, „þannig að það má segja að þetta séu nokkurs konar kynningareintök.“ Opna húsið stendur frá kl. 17 til 21 á fimmtudaginn og auk opnu vinnustofanna verða tónlistarmenn á staðnum og skemmta gestum. „Þetta verður skammdegishátíð,“ segir Sara. „Hugsuð til að létta fólki lundina í myrkrinu og við vonum að sem flestir leggi leið sína til okkar og skoði það sem hér er verið að gera.“
Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira