Sest kannski í helgan stein Friðrika Benónýsdóttir skrifar 30. nóvember 2013 12:00 Eiríkur hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Illsku fyrr á þessu ári og nú hefur hún verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Fréttablaðið/Stefán Illska eftir Eirík Örn Norðdahl er önnur tveggja bóka sem í gær voru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. "Maður fékk náttúrulega að vita þetta fyrir mörgum mánuðum og er búinn að vera að springa yfir að geta ekki grobbað mig af þessu,“ segir Eiríkur Örn Norðdahl, spurður hvort tilnefningin hafi komið honum á óvart. „Það þarf að láta þýða bækurnar á eitthvert Norðurlandamálanna áður en hægt er að tilnefna þær.“ Illska hefur nú verið þýdd á dönsku, af Nönnu Kalkar, til að vera gjaldgeng til verðlaunanna en útgáfurétturinn hefur verið seldur til Frakklands, Þýskalands og Svíþjóðar en ekki Danmerkur. „Nú er ég bara með þýðingu á dönsku en engan útgefanda þar,“ segir Eiríkur og hlær. „En vonandi er hægt að plata einhvern danskan útgefanda til að gefa hana út nú þegar hann getur lesið hana.“ Heldurðu að þú getir nokkurn tíma skrifað aðra bók eftir þessa fádæma velgengni Illsku? „Ætli það nokkuð,“ segir Eiríkur og glottir. „Ég sest kannski bara í helgan stein og reyni að lifa á því sem Illska halar inn. En í alvöru talað þá var svo mikið verk að skrifa þessa blessuðu bók að þegar ég settist niður til að fara að gera eitthvað annað þá spruttu upp í hausnum á mér átta eða níu bækur samtímis. Ég er eitthvað byrjaður að skrifa í flestum þeirra þannig að heilinn er á mörgum mismunandi stöðum og ég veit ekkert hvar hann endar. Það er auðvitað engin glóra að vera að skrifa margar sögur í einu og gengur ekki neitt, en það fer vonandi að skýrast hver þeirra verður ofan á. En þetta helgast nú meira af því hversu erfitt var að skrifa Illskuna en viðtökunum.“ Önnur ástæða þess að Eiríki hefur ekki gefist mikið tóm til að komast í gang með næstu skáldsögu er að hann hefur verið á flakki milli bókmenntahátíða um allan heim. „Ég hef verið heima hjá mér samtals tíu daga síðan í júlí,“ segir hann. „Það hefur sprottið upp svo mikið af bókmenntahátíðum og einhver verður að sinna þeim, ekki satt? Þetta fer að slaga upp í túr hjá góðum tónlistarmanni, en nú er ég á leið heim á Ísafjörð til að leggjast undir feld, hugsa, sofa og hvíla mig.“ Ljóðabókin Hnefi eða vitstola orð kom út í haust og Eiríkur hefur einnig verið að lesa upp úr henni hér og þar auk þess að vera skólaskáld sem heimsækir grunnskóla til að fræða börnin um skáldskap. Hann segist meðal annars segja krökkunum hvers vegna hann byrjaði að reyna að skrifa sögur sjö ára gamall. „Fyrsta tilraunin sem ég man eftir er þegar systir mín, fimm árum eldri en ég, var búin að skrifa sögu sem hún las fyrir mig á gamlárskvöld. Sagan inspíreraði mig til að reyna að skrifa sjálfur þótt ég rétt kynni að draga til stafs. Og síðan hef ég bara ekki getað hætt.“ Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Illska eftir Eirík Örn Norðdahl er önnur tveggja bóka sem í gær voru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. "Maður fékk náttúrulega að vita þetta fyrir mörgum mánuðum og er búinn að vera að springa yfir að geta ekki grobbað mig af þessu,“ segir Eiríkur Örn Norðdahl, spurður hvort tilnefningin hafi komið honum á óvart. „Það þarf að láta þýða bækurnar á eitthvert Norðurlandamálanna áður en hægt er að tilnefna þær.“ Illska hefur nú verið þýdd á dönsku, af Nönnu Kalkar, til að vera gjaldgeng til verðlaunanna en útgáfurétturinn hefur verið seldur til Frakklands, Þýskalands og Svíþjóðar en ekki Danmerkur. „Nú er ég bara með þýðingu á dönsku en engan útgefanda þar,“ segir Eiríkur og hlær. „En vonandi er hægt að plata einhvern danskan útgefanda til að gefa hana út nú þegar hann getur lesið hana.“ Heldurðu að þú getir nokkurn tíma skrifað aðra bók eftir þessa fádæma velgengni Illsku? „Ætli það nokkuð,“ segir Eiríkur og glottir. „Ég sest kannski bara í helgan stein og reyni að lifa á því sem Illska halar inn. En í alvöru talað þá var svo mikið verk að skrifa þessa blessuðu bók að þegar ég settist niður til að fara að gera eitthvað annað þá spruttu upp í hausnum á mér átta eða níu bækur samtímis. Ég er eitthvað byrjaður að skrifa í flestum þeirra þannig að heilinn er á mörgum mismunandi stöðum og ég veit ekkert hvar hann endar. Það er auðvitað engin glóra að vera að skrifa margar sögur í einu og gengur ekki neitt, en það fer vonandi að skýrast hver þeirra verður ofan á. En þetta helgast nú meira af því hversu erfitt var að skrifa Illskuna en viðtökunum.“ Önnur ástæða þess að Eiríki hefur ekki gefist mikið tóm til að komast í gang með næstu skáldsögu er að hann hefur verið á flakki milli bókmenntahátíða um allan heim. „Ég hef verið heima hjá mér samtals tíu daga síðan í júlí,“ segir hann. „Það hefur sprottið upp svo mikið af bókmenntahátíðum og einhver verður að sinna þeim, ekki satt? Þetta fer að slaga upp í túr hjá góðum tónlistarmanni, en nú er ég á leið heim á Ísafjörð til að leggjast undir feld, hugsa, sofa og hvíla mig.“ Ljóðabókin Hnefi eða vitstola orð kom út í haust og Eiríkur hefur einnig verið að lesa upp úr henni hér og þar auk þess að vera skólaskáld sem heimsækir grunnskóla til að fræða börnin um skáldskap. Hann segist meðal annars segja krökkunum hvers vegna hann byrjaði að reyna að skrifa sögur sjö ára gamall. „Fyrsta tilraunin sem ég man eftir er þegar systir mín, fimm árum eldri en ég, var búin að skrifa sögu sem hún las fyrir mig á gamlárskvöld. Sagan inspíreraði mig til að reyna að skrifa sjálfur þótt ég rétt kynni að draga til stafs. Og síðan hef ég bara ekki getað hætt.“
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira