Ásgeir Trausti spilar út um allan heim Gunnar Leó Pálsson skrifar 2. desember 2013 10:30 Hér sjáum við Ásgeir á sviði ásamt hljómsveit sinni en hann er um þessar mundir að spila út um allan heim. Fréttablaðið/vilhelm Ásgeir Trausti er ásamt hljómsveit sinni um þessar mundir í sinni fyrstu tónleikaferð um heiminn og heimsækir hann marga fjölbreytta og ólíka staði. Hann hóf ferðalagið í Frakkalandi 15. nóvember og fylgir hann þéttri og skipulagðri dagskrá fram um miðjan desember. Á nýju ári heldur dagskráin svo áfram og koma þeir einnig fram með fleiri heimsþekktum hljómsveitum á borð við The National og Mogwai. Í Evrópu er Ásgeir aðalnúmerið en norska stúlknasveitin Farao sér um upphitun í Evrópu. Hinn 15. janúar kemur Ásgeir fram á EBBA-verðlaunahátíðinni í Hollandi en hann vann verðlaunin fyrir skömmu. EBBA-verðlaunin eru veitt því tónlistarfólki sem þykir hafa náð framúrskarandi árangri með tónlist sinni út yfir landamæri heimalandsins. Sigurvegararnir eru valdir annars vegar af markaðsgreiningarfyrirtækinu Nielsen Music Control á grundvelli tónlistarsölu og útvarpsspilunar og hins vegar með atkvæðagreiðslu innan Samtaka evrópskra útvarpsstöðva (EBU) og tengslanets evrópskra tónlistarhátíða.Verðlaunahátíðin er nú haldin í ellefta sinn og er þetta í annað sinn sem íslensku tónlistarfólki hlotnast þessi heiður en í fyrra hlaut hljómsveitin Of Monsters and Men verðlaunin. Plata Ásgeirs, In the Silence, sem hefur fengið prýðisdóma í erlendum miðlum, kemur út í Evrópu 27. janúar. Þá er hún komin í forsölu á tonlist.is með tveimur glænýjum aukalögum og þremur lögum í órafmagnaðri útgáfu. Í febrúar fer fara þeir félagar í fyrsta skipti til Asíu en þar koma þeir meðal annars fram með stórhljómsveitum á borð við Mogwai og The National. Bandaríkin eru næsti viðkomustaður á eftir Asíu en þó eru nánari staðsetningar innan Bandaríkjanna ekki staðfestar. Þegar Ásgeir og félagar hafa lokið ferð sinni um Bandaríkin halda þeir aftur til Evrópu. Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sjá meira
Ásgeir Trausti er ásamt hljómsveit sinni um þessar mundir í sinni fyrstu tónleikaferð um heiminn og heimsækir hann marga fjölbreytta og ólíka staði. Hann hóf ferðalagið í Frakkalandi 15. nóvember og fylgir hann þéttri og skipulagðri dagskrá fram um miðjan desember. Á nýju ári heldur dagskráin svo áfram og koma þeir einnig fram með fleiri heimsþekktum hljómsveitum á borð við The National og Mogwai. Í Evrópu er Ásgeir aðalnúmerið en norska stúlknasveitin Farao sér um upphitun í Evrópu. Hinn 15. janúar kemur Ásgeir fram á EBBA-verðlaunahátíðinni í Hollandi en hann vann verðlaunin fyrir skömmu. EBBA-verðlaunin eru veitt því tónlistarfólki sem þykir hafa náð framúrskarandi árangri með tónlist sinni út yfir landamæri heimalandsins. Sigurvegararnir eru valdir annars vegar af markaðsgreiningarfyrirtækinu Nielsen Music Control á grundvelli tónlistarsölu og útvarpsspilunar og hins vegar með atkvæðagreiðslu innan Samtaka evrópskra útvarpsstöðva (EBU) og tengslanets evrópskra tónlistarhátíða.Verðlaunahátíðin er nú haldin í ellefta sinn og er þetta í annað sinn sem íslensku tónlistarfólki hlotnast þessi heiður en í fyrra hlaut hljómsveitin Of Monsters and Men verðlaunin. Plata Ásgeirs, In the Silence, sem hefur fengið prýðisdóma í erlendum miðlum, kemur út í Evrópu 27. janúar. Þá er hún komin í forsölu á tonlist.is með tveimur glænýjum aukalögum og þremur lögum í órafmagnaðri útgáfu. Í febrúar fer fara þeir félagar í fyrsta skipti til Asíu en þar koma þeir meðal annars fram með stórhljómsveitum á borð við Mogwai og The National. Bandaríkin eru næsti viðkomustaður á eftir Asíu en þó eru nánari staðsetningar innan Bandaríkjanna ekki staðfestar. Þegar Ásgeir og félagar hafa lokið ferð sinni um Bandaríkin halda þeir aftur til Evrópu.
Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”