Einmanalegt, gefandi og skapandi starf Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. desember 2013 11:00 María Rán Guðjónsdóttir er nú tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna í annað sinn. Fréttablaðið/Stefán María Rán Guðjónsdóttir er tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna fyrir þýðingu sína á Rödd í dvala eftir spænsku skáldkonuna Dulce Chacon. Þetta er í annað sinn sem María er tilnefnd til verðlaunanna, hið fyrra var árið 2010. „Sagan er byggð á viðtölum sem höfundurinn, Dulce Chacon, tók við stóran hóp af fólki, bæði fólk sem var uppi á tímum borgarastyrjaldarinnar og fólk sem þekkti sögur úr henni frá ættingjum,“ segir María Rán Guðjónsdóttir þýðandi, beðin að gera í stuttu máli grein fyrir efni bókarinnar. „Sögurnar fjalla um konur sem tóku þátt í borgarastyrjöldinni á Spáni og máttu eftir sigur Francos þola fangavist í Madrid. Chacon vann að þessari bók á fjögurra ára tímabili samhliða öðrum verkefnum,“ segir María. „Hún lést fyrir tíu árum, langt fyrir aldur fram, og þetta var síðasta skáldsagan hennar. Bíómyndin sem Benito Zambrano gerði eftir sögunni árið 2011 var tilnefnd til Óskarsverðlauna það ár sem besta erlenda myndin af hálfu Spánverja.“ María segir það verkefni að þýða bókina hafa komið til sín og hún hafi strax orðið mjög spennt fyrir því. „Þetta er ofsalega falleg saga,“ segir hún. „Hún er mjög sorgleg, en frásögnin er falleg og hrífandi, auk þess sem stíllinn er einfaldur en áhrifamikill.“ María lærði spænsku og bókmenntafræði með áherslu á spænskar og suður-amerískar bókmenntir, hér heima, á Spáni og í Mexíkó. Hún hefur þýtt nokkrar bækur úr spænsku við góðan orðstír, var meðal annars tilnefnd til þýðingaverðlaunanna 2010 fyrir þýðingu sína á Kirkju hafsins eftir Ildefonso Falcones. Hún segir þó enga leið að lifa af þýðingum eingöngu. „Verkefnin koma ekkert á færibandi í þessum geira,“ segir hún. „Ég lærði líka menningarstjórnun og er eins og er að vinna fyrir bókaútgáfuna Crymogeu.“ Hún segir alls óvíst hvaða verkefni hún fái næst, það séu ekki það margar bækur þýddar úr spænsku. „Ég er opin fyrir uppástungum,“ segir hún hlæjandi. „Ég fæ mjög mikið út úr því að þýða. Þótt það sé stundum einmanalegt starf þá er það samt mjög gefandi og skapandi.“ Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
María Rán Guðjónsdóttir er tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna fyrir þýðingu sína á Rödd í dvala eftir spænsku skáldkonuna Dulce Chacon. Þetta er í annað sinn sem María er tilnefnd til verðlaunanna, hið fyrra var árið 2010. „Sagan er byggð á viðtölum sem höfundurinn, Dulce Chacon, tók við stóran hóp af fólki, bæði fólk sem var uppi á tímum borgarastyrjaldarinnar og fólk sem þekkti sögur úr henni frá ættingjum,“ segir María Rán Guðjónsdóttir þýðandi, beðin að gera í stuttu máli grein fyrir efni bókarinnar. „Sögurnar fjalla um konur sem tóku þátt í borgarastyrjöldinni á Spáni og máttu eftir sigur Francos þola fangavist í Madrid. Chacon vann að þessari bók á fjögurra ára tímabili samhliða öðrum verkefnum,“ segir María. „Hún lést fyrir tíu árum, langt fyrir aldur fram, og þetta var síðasta skáldsagan hennar. Bíómyndin sem Benito Zambrano gerði eftir sögunni árið 2011 var tilnefnd til Óskarsverðlauna það ár sem besta erlenda myndin af hálfu Spánverja.“ María segir það verkefni að þýða bókina hafa komið til sín og hún hafi strax orðið mjög spennt fyrir því. „Þetta er ofsalega falleg saga,“ segir hún. „Hún er mjög sorgleg, en frásögnin er falleg og hrífandi, auk þess sem stíllinn er einfaldur en áhrifamikill.“ María lærði spænsku og bókmenntafræði með áherslu á spænskar og suður-amerískar bókmenntir, hér heima, á Spáni og í Mexíkó. Hún hefur þýtt nokkrar bækur úr spænsku við góðan orðstír, var meðal annars tilnefnd til þýðingaverðlaunanna 2010 fyrir þýðingu sína á Kirkju hafsins eftir Ildefonso Falcones. Hún segir þó enga leið að lifa af þýðingum eingöngu. „Verkefnin koma ekkert á færibandi í þessum geira,“ segir hún. „Ég lærði líka menningarstjórnun og er eins og er að vinna fyrir bókaútgáfuna Crymogeu.“ Hún segir alls óvíst hvaða verkefni hún fái næst, það séu ekki það margar bækur þýddar úr spænsku. „Ég er opin fyrir uppástungum,“ segir hún hlæjandi. „Ég fæ mjög mikið út úr því að þýða. Þótt það sé stundum einmanalegt starf þá er það samt mjög gefandi og skapandi.“
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira