Góðir gestir með glæsinúmer Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2013 14:00 Stjórnandinn"Í fyrra vikum við frá hefðinni og fórum í Hörpuna en fengum margar kvartanir frá fólki sem vildi heldur vera í kirkjunni og ætlum að koma til móts við það núna.“ segir Hörður. Fréttablaðið/Anton „Partur af efnisskránni okkar eru jólalög sem allir segjast vilja heyra. Svo höfum við líka gaman af að kynna til sögunnar jólatónlist sem ekki heyrist oft. Það er ákveðinn metnaður að vera í einhverjum landvinningum. Við erum núna með tvö ensk, gullfalleg jólalög sem við höfum ekki tekið áður og einnig frumflytjum við tvö lög eftir einn kórfélagann, Halldór Hauksson, við jólasálma eftir Ólínu Andrésdóttur sem aldrei hafa fengið lög fyrr.“ Þetta segir Hörður Áskelsson, stjórnandi Mótettukórs Hallgrímskirkju, um jólatónleika kórsins sem fram fara í kirkjunni bæði á laugardag og sunnudag. Hörður segir jólatónleika hafa verið nokkuð reglulega hjá kórnum í rúmlega þrjátíu ára sögu hans. „Í fyrra vikum við frá hefðinni og fórum í Hörpuna en fengum margar kvartanir frá fólki sem vildi heldur koma í kirkjuna og ætlum að koma til móts við það núna. Við erum í fyrsta skipti með Diddú með okkur. Síðast vorum við með Þóru Einars og þar áður Kristin Sigmunds. Það er röð af fínum einsöngvurum sem hafa lagt okkur lið.“ Til viðbótar við Diddú verða tveir hljóðfæraleikarar með kórnum, Björn Steinar Sólbergson á orgel og Baldur Oddsson trompetleikari. „Björn er samstarfsmaður minn í kirkjunni en Baldvin er 19 ára og stundar trompetnám í Bandaríkjunum þar sem hann á mikilli velgengni að fagna. Hann var gestur hjá okkur í sumar á Kirkjulistahátíð og heillaði fólk með leik sínum. Meðal annars flytja þau þrjú, hann, Björn Steinar og Diddú, aríu eftir Händel, það er glæsinúmer. Svo tekur Baldvin einleiksverk á trompetinn með orgelinu. Ég held ég megi segja að tónleikarnir verði bæði mjög hátíðlegir og líka fjölbreyttir.“ Meðal hefðbundinna laga sem flutt verða er Nóttin var sú ágæt ein eftir Sigvalda Kaldalóns. „Það lag höfum við flutt á hverjum jólatónleikum auk þess sem það er alltaf sungið á aðfangadagskvöld. Maður verður aldrei leiður á því,“ segir Hörður. „Þar eru einhverjir töfrar í gangi sem ekki eru skilgreinanlegir.“ Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Partur af efnisskránni okkar eru jólalög sem allir segjast vilja heyra. Svo höfum við líka gaman af að kynna til sögunnar jólatónlist sem ekki heyrist oft. Það er ákveðinn metnaður að vera í einhverjum landvinningum. Við erum núna með tvö ensk, gullfalleg jólalög sem við höfum ekki tekið áður og einnig frumflytjum við tvö lög eftir einn kórfélagann, Halldór Hauksson, við jólasálma eftir Ólínu Andrésdóttur sem aldrei hafa fengið lög fyrr.“ Þetta segir Hörður Áskelsson, stjórnandi Mótettukórs Hallgrímskirkju, um jólatónleika kórsins sem fram fara í kirkjunni bæði á laugardag og sunnudag. Hörður segir jólatónleika hafa verið nokkuð reglulega hjá kórnum í rúmlega þrjátíu ára sögu hans. „Í fyrra vikum við frá hefðinni og fórum í Hörpuna en fengum margar kvartanir frá fólki sem vildi heldur koma í kirkjuna og ætlum að koma til móts við það núna. Við erum í fyrsta skipti með Diddú með okkur. Síðast vorum við með Þóru Einars og þar áður Kristin Sigmunds. Það er röð af fínum einsöngvurum sem hafa lagt okkur lið.“ Til viðbótar við Diddú verða tveir hljóðfæraleikarar með kórnum, Björn Steinar Sólbergson á orgel og Baldur Oddsson trompetleikari. „Björn er samstarfsmaður minn í kirkjunni en Baldvin er 19 ára og stundar trompetnám í Bandaríkjunum þar sem hann á mikilli velgengni að fagna. Hann var gestur hjá okkur í sumar á Kirkjulistahátíð og heillaði fólk með leik sínum. Meðal annars flytja þau þrjú, hann, Björn Steinar og Diddú, aríu eftir Händel, það er glæsinúmer. Svo tekur Baldvin einleiksverk á trompetinn með orgelinu. Ég held ég megi segja að tónleikarnir verði bæði mjög hátíðlegir og líka fjölbreyttir.“ Meðal hefðbundinna laga sem flutt verða er Nóttin var sú ágæt ein eftir Sigvalda Kaldalóns. „Það lag höfum við flutt á hverjum jólatónleikum auk þess sem það er alltaf sungið á aðfangadagskvöld. Maður verður aldrei leiður á því,“ segir Hörður. „Þar eru einhverjir töfrar í gangi sem ekki eru skilgreinanlegir.“
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira