Uppblásinn belgur bjargar deginum Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 11. desember 2013 06:00 Ég ók um eitt hverfa borgarinnar í kyrru veðri í fyrrakvöld. Var frekar seint á ferðinni og dólaði mér eftir fáförnum götunum. Skammdegið getur verið leiðinlegur tími, dimmt og drungalegt og sólin spör á D-vítamínið. Fréttirnar undanfarið hafa heldur ekki verið neitt hressandi og ég var dauf í dálkinn. Veit ekki hvort það var Sigmundi Davíð og félögum hans að kenna eða hvað. Ég komst samt ekki hjá því að taka eftir skrautinu. Ljósaseríur tindruðu á hverju tré og annar hver runni glitraði. Sumir blikkuðu! Í gluggum voru aðventuljós, seríur, ljóskransar eða stjörnur og í sumum var allt þetta fernt. Niður úr þakskeggjum rigndi blikkandi jólaljósum, svalahandrið voru umvafin grenilengjum og ljósum. Ég átti ekki til orð. Ég hélt að mínir nágrannar væru nokkuð duglegir að skreyta en ég sá strax að þeir kæmust ekki í hálfkvisti við þetta. Ég hægði ferðina, átti bágt með að halda augunum í akstursstefnu en horfði opinmynnt á dýrðina. Svona á að gera þetta, hugsaði ég. Hér hlaut að búa glatt fólk. Kannski ögn glysgjarnt en glatt. Það hafði allavega glatt mig. Ja hérna, hvað allt sindraði í kringum mig. Ég steinhætti að hugsa um Sigmund og Bjarna og meira að segja Vigdís vék fyrir tindrandi jólaljósunum. Skyndilega varð ég vör við hreyfingu út undan mér og varð litið upp á svalir. Uppblásinn jólasveinn úr plasti, á stærð við fólksbíl, breiddi út faðminn á móti mér! Ég vissi ekki hvað ég átti að halda. Brosandi út að eyrum dúaði hann mjúklega í andvaranum en stakk óneitanlega í stúf. Svona stór, svona uppblásinn eitthvað. Eitt augnablik hrökk ég úr jólagírnum við allt þetta loft og Sigmundur leitaði aftur á hugann. En ég hristi hann af mér. Það var eitthvað við það að blása upp tveggja rúmmetra jólasvein og binda hann við húsið sitt, eitthvað svo hressandi og fyndið að jólafiðringurinn hríslaðist um mig á ný. Svona á að gera þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun
Ég ók um eitt hverfa borgarinnar í kyrru veðri í fyrrakvöld. Var frekar seint á ferðinni og dólaði mér eftir fáförnum götunum. Skammdegið getur verið leiðinlegur tími, dimmt og drungalegt og sólin spör á D-vítamínið. Fréttirnar undanfarið hafa heldur ekki verið neitt hressandi og ég var dauf í dálkinn. Veit ekki hvort það var Sigmundi Davíð og félögum hans að kenna eða hvað. Ég komst samt ekki hjá því að taka eftir skrautinu. Ljósaseríur tindruðu á hverju tré og annar hver runni glitraði. Sumir blikkuðu! Í gluggum voru aðventuljós, seríur, ljóskransar eða stjörnur og í sumum var allt þetta fernt. Niður úr þakskeggjum rigndi blikkandi jólaljósum, svalahandrið voru umvafin grenilengjum og ljósum. Ég átti ekki til orð. Ég hélt að mínir nágrannar væru nokkuð duglegir að skreyta en ég sá strax að þeir kæmust ekki í hálfkvisti við þetta. Ég hægði ferðina, átti bágt með að halda augunum í akstursstefnu en horfði opinmynnt á dýrðina. Svona á að gera þetta, hugsaði ég. Hér hlaut að búa glatt fólk. Kannski ögn glysgjarnt en glatt. Það hafði allavega glatt mig. Ja hérna, hvað allt sindraði í kringum mig. Ég steinhætti að hugsa um Sigmund og Bjarna og meira að segja Vigdís vék fyrir tindrandi jólaljósunum. Skyndilega varð ég vör við hreyfingu út undan mér og varð litið upp á svalir. Uppblásinn jólasveinn úr plasti, á stærð við fólksbíl, breiddi út faðminn á móti mér! Ég vissi ekki hvað ég átti að halda. Brosandi út að eyrum dúaði hann mjúklega í andvaranum en stakk óneitanlega í stúf. Svona stór, svona uppblásinn eitthvað. Eitt augnablik hrökk ég úr jólagírnum við allt þetta loft og Sigmundur leitaði aftur á hugann. En ég hristi hann af mér. Það var eitthvað við það að blása upp tveggja rúmmetra jólasvein og binda hann við húsið sitt, eitthvað svo hressandi og fyndið að jólafiðringurinn hríslaðist um mig á ný. Svona á að gera þetta.