Skúrinn breytist í útvarp og grammófón Friðrika Benónýsdóttir skrifar 17. desember 2013 11:00 Finnur Arnar smíðar sjálfur lúðurinn sem festur verður á Skúrinn til að varpa söngnum til áheyrenda. „Skúrinn er fjölnota menningarhús sem hægt er að setja á trukk og keyra þangað sem verkast vill,“ segir Finnur Arnar Arnarson myndlistarmaður sem á og rekur Skúrinn. „Hingað til hefur það nánast eingöngu verið myndlist sem verið hefur í Skúrnum en nú er komið að bókmenntadagskrá við Norræna húsið og síðan söngdagskrá í fógetagarðinum.“ Bókmenntadagskráin verður þrjú kvöld í röð, 18., 19. og 20. desember, og hefst klukkan 20 öll kvöldin. Eðli málsins samkvæmt rúmast ekki margir gestir í skúrnum þannig að Finnur hefur brugðið á það ráð að útvega sér útvarpssendi til að fólk geti notið upplestursins í bílum sínum. „Skúrinn verður fyrir framan Norræna húsið og þetta er eins konar „drive in“. Inni í Skúrnum verður lítill útvarpssendir og áheyrendur stilla útvarpið í bílnum sínum á FM 103,9 og heyra rithöfundana lesa upp úr bókum sínum inni í Skúrnum. Þarna lesa helstu kanónur bókmenntaheimsins og hægt er að kynna sér dagskrána á vefslóðinni nordice.is.“Bílaútvarp Hægt verður að fylgjast með bókmenntadagskránni sitjandi í makindum í bílnum sínum.Hinn viðburðurinn, sem fram fer 22. desember, er söngdagskrá þar sem sungin verða þau lög sem sungin voru á Látrum við Látraströnd eftir að sálmasöng lauk árið 1878. Hvaða lög eru það? „Það voru grafnar upp skráðar heimildir um þau lög sem sungin voru á Látrum eftir að sálmasöng sleppti og hugmyndin er sú að ellefu manna kór endurflytji það prógramm.“ Kórinn verður inni í Skúrnum en á Skúrinn verður festur stór lúður og honum í raun breytt í gamlan grammófón. „Hugmyndafræðingurinn á bak við þetta er Áslaug Thorlacius og hún hefur með sér fjölskyldumeðlimi, vini og vandamenn sem ýmsir eru ansi vel þekkt tónlistarfólk, til dæmis Sigríður, systir Áslaugar, og Snorri Sigfús Birgisson, frændi þeirra. Þau eru búin að vera að æfa vikum saman og ég held þau séu alveg að ná þessu,“ segir Finnur Arnar og glottir. Söngdagskráin hefst einnig klukkan 20. Menning Mest lesið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Skúrinn er fjölnota menningarhús sem hægt er að setja á trukk og keyra þangað sem verkast vill,“ segir Finnur Arnar Arnarson myndlistarmaður sem á og rekur Skúrinn. „Hingað til hefur það nánast eingöngu verið myndlist sem verið hefur í Skúrnum en nú er komið að bókmenntadagskrá við Norræna húsið og síðan söngdagskrá í fógetagarðinum.“ Bókmenntadagskráin verður þrjú kvöld í röð, 18., 19. og 20. desember, og hefst klukkan 20 öll kvöldin. Eðli málsins samkvæmt rúmast ekki margir gestir í skúrnum þannig að Finnur hefur brugðið á það ráð að útvega sér útvarpssendi til að fólk geti notið upplestursins í bílum sínum. „Skúrinn verður fyrir framan Norræna húsið og þetta er eins konar „drive in“. Inni í Skúrnum verður lítill útvarpssendir og áheyrendur stilla útvarpið í bílnum sínum á FM 103,9 og heyra rithöfundana lesa upp úr bókum sínum inni í Skúrnum. Þarna lesa helstu kanónur bókmenntaheimsins og hægt er að kynna sér dagskrána á vefslóðinni nordice.is.“Bílaútvarp Hægt verður að fylgjast með bókmenntadagskránni sitjandi í makindum í bílnum sínum.Hinn viðburðurinn, sem fram fer 22. desember, er söngdagskrá þar sem sungin verða þau lög sem sungin voru á Látrum við Látraströnd eftir að sálmasöng lauk árið 1878. Hvaða lög eru það? „Það voru grafnar upp skráðar heimildir um þau lög sem sungin voru á Látrum eftir að sálmasöng sleppti og hugmyndin er sú að ellefu manna kór endurflytji það prógramm.“ Kórinn verður inni í Skúrnum en á Skúrinn verður festur stór lúður og honum í raun breytt í gamlan grammófón. „Hugmyndafræðingurinn á bak við þetta er Áslaug Thorlacius og hún hefur með sér fjölskyldumeðlimi, vini og vandamenn sem ýmsir eru ansi vel þekkt tónlistarfólk, til dæmis Sigríður, systir Áslaugar, og Snorri Sigfús Birgisson, frændi þeirra. Þau eru búin að vera að æfa vikum saman og ég held þau séu alveg að ná þessu,“ segir Finnur Arnar og glottir. Söngdagskráin hefst einnig klukkan 20.
Menning Mest lesið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira