Líf í dal Jón Yngvi Jóhannsson skrifar 18. desember 2013 13:00 Látið síga piltar eftir Óskar Magnússon Bækur: Látið síga piltar Óskar Magnússon JPV útgáfa Sveitasögur eiga sér langa og merka sögu í íslenskum bókmenntum. Allt frá opinberu upphafi skáldsagnagerðar um miðja nítjándu öld gerðust langflestar íslenskar skáldsögur í sveit, það mætti nota sömu sviðsmyndina til að kvikmynda þær allar, grösugur dalur sem ár og lækir renna um, hálendi og jöklar upp af dalnum og þéttbýli þegar nær dregur ströndinni, kauptún eða þorp. Hliðardalur, sögusvið skáldsögu Óskars Magnússonar, Látið síga piltar, er nákvæmlega eftir þessari uppskrift, þótt sögutíminn sé nútíminn. Ýmsar eldri skáldsögur íslenskar koma upp í hugann við lestur bókarinnar, Dalalíf og Dalafólk, Bændabýti og þannig mætti lengi telja. Hér er sagt frá fólki sem býr við friðsæla sveitatilveru að mestu þar til tvenns konar innrás er gerð í líf þeirra. Annars vegar byrjar eldgos í jökli ofan við byggðina, hins vegar koma í heimsókn bankamenn úr Reykjavík sem bjóða lán til mikilla framkvæmda og framfara á kostakjörum. Sögufléttan um bankamennina er fyrirsjáanleg. Bankamennirnir í sögunni eru upp til hópa ljóngáfaðir en menningarsnauðir fantar og það þarf ekkert sérlega ríkt ímyndunarafl til að sjá í þeim þekkt andlit úr íslensku viðskiptalífi. Svo dæmi sé tekið er Sigurði, sem er forstjóri banka, lýst þannig: „Sigurður var lítill vexti, feitur með burstaskalla. Augun voru agnarsmá og pírð og varirnar blautar.“ (35) Það sama má segja um „Pöddupiltana“, svila, sem meðal annars hafa auðgast á því að flytja út „skeldýr og ýmsar sjávarpöddur“ (57).Óskar Magnússon sendir nú frá sér sína fyrstu skáldsögu, en áður hefur hann sent frá sér tvö smásagnasöfn.Fréttablaðið/HeiðaÓskar Magnússon hefur sent frá sér tvö ágæt smásagnasöfn en Látið síga piltar er fyrsta skáldsaga hans. Óskar skrifar lipurlega, framan af sögunni og í seinni hluta hennar beitir hann hæðni og íróníu óspart, en miðhlutinn, þar sem fólkið í sveitinni þarf að kljást við raunverulegar náttúruhamfarir og verulega reynir á samstöðu þeirra, þrautseigju og úthald, breytir mjög um tón, frásögnin verður einlægari og samúð sögumanns með persónum sínum meiri. Þessi kafli bókarinnar er satt að segja miklu betur heppnaður en þeir kaflar þar sem kaldhæðnin er mest. Þessi fyrsta skáldsaga Óskars er mjög misgóð. Persónusköpunin ristir ekki sérlega djúpt, sérstaklega eru skúrkarnir í sögunni dregnir einföldum dráttum. Þeir kaflar sem eru kaldhæðnastir og eiga kannski að vera beittust ádeila á siðleysi bankamanna og annarra viðskiptamógúla eru sömuleiðis fremur þunnur þrettándi. Fólkið í sveitinni er heldur svipmeira, en þó verður að segjast að tilraunir sögumanns til að sýna þekkingu á sveitalífi og bregða fyrir sig tungutaki sveitamanna verða oft pínulítið vandræðalegar og gervilegar.Niðurstaða: Sveitasaga sem byggir á gamalli hefð. Bestu kaflarnir eru þeir sem lýsa lífsbaráttu fólks af samúð og skilningi en hæðnin lætur höfundi ekki jafn vel. Gagnrýni Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur: Látið síga piltar Óskar Magnússon JPV útgáfa Sveitasögur eiga sér langa og merka sögu í íslenskum bókmenntum. Allt frá opinberu upphafi skáldsagnagerðar um miðja nítjándu öld gerðust langflestar íslenskar skáldsögur í sveit, það mætti nota sömu sviðsmyndina til að kvikmynda þær allar, grösugur dalur sem ár og lækir renna um, hálendi og jöklar upp af dalnum og þéttbýli þegar nær dregur ströndinni, kauptún eða þorp. Hliðardalur, sögusvið skáldsögu Óskars Magnússonar, Látið síga piltar, er nákvæmlega eftir þessari uppskrift, þótt sögutíminn sé nútíminn. Ýmsar eldri skáldsögur íslenskar koma upp í hugann við lestur bókarinnar, Dalalíf og Dalafólk, Bændabýti og þannig mætti lengi telja. Hér er sagt frá fólki sem býr við friðsæla sveitatilveru að mestu þar til tvenns konar innrás er gerð í líf þeirra. Annars vegar byrjar eldgos í jökli ofan við byggðina, hins vegar koma í heimsókn bankamenn úr Reykjavík sem bjóða lán til mikilla framkvæmda og framfara á kostakjörum. Sögufléttan um bankamennina er fyrirsjáanleg. Bankamennirnir í sögunni eru upp til hópa ljóngáfaðir en menningarsnauðir fantar og það þarf ekkert sérlega ríkt ímyndunarafl til að sjá í þeim þekkt andlit úr íslensku viðskiptalífi. Svo dæmi sé tekið er Sigurði, sem er forstjóri banka, lýst þannig: „Sigurður var lítill vexti, feitur með burstaskalla. Augun voru agnarsmá og pírð og varirnar blautar.“ (35) Það sama má segja um „Pöddupiltana“, svila, sem meðal annars hafa auðgast á því að flytja út „skeldýr og ýmsar sjávarpöddur“ (57).Óskar Magnússon sendir nú frá sér sína fyrstu skáldsögu, en áður hefur hann sent frá sér tvö smásagnasöfn.Fréttablaðið/HeiðaÓskar Magnússon hefur sent frá sér tvö ágæt smásagnasöfn en Látið síga piltar er fyrsta skáldsaga hans. Óskar skrifar lipurlega, framan af sögunni og í seinni hluta hennar beitir hann hæðni og íróníu óspart, en miðhlutinn, þar sem fólkið í sveitinni þarf að kljást við raunverulegar náttúruhamfarir og verulega reynir á samstöðu þeirra, þrautseigju og úthald, breytir mjög um tón, frásögnin verður einlægari og samúð sögumanns með persónum sínum meiri. Þessi kafli bókarinnar er satt að segja miklu betur heppnaður en þeir kaflar þar sem kaldhæðnin er mest. Þessi fyrsta skáldsaga Óskars er mjög misgóð. Persónusköpunin ristir ekki sérlega djúpt, sérstaklega eru skúrkarnir í sögunni dregnir einföldum dráttum. Þeir kaflar sem eru kaldhæðnastir og eiga kannski að vera beittust ádeila á siðleysi bankamanna og annarra viðskiptamógúla eru sömuleiðis fremur þunnur þrettándi. Fólkið í sveitinni er heldur svipmeira, en þó verður að segjast að tilraunir sögumanns til að sýna þekkingu á sveitalífi og bregða fyrir sig tungutaki sveitamanna verða oft pínulítið vandræðalegar og gervilegar.Niðurstaða: Sveitasaga sem byggir á gamalli hefð. Bestu kaflarnir eru þeir sem lýsa lífsbaráttu fólks af samúð og skilningi en hæðnin lætur höfundi ekki jafn vel.
Gagnrýni Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira