Litir og form í fyrirrúmi á sýningu í i8 Friðrika Benónýsdóttir skrifar 19. desember 2013 10:00 Verk þeirra Þórs, Camillu og Sergio eru hvert öðru litskrúðugra þótt nálgun listamannanna sé gerólík. Sýning á verkum fjögurra listamanna, þeirra Harðar Ágústssonar, Camillu Løw, Sergio Sister og Þórs Vigfússonar verður opnuð í i8 í dag. Listamennirnir, sem eru af fjórum kynslóðum, fást allir við liti og form í verkum sínum og sækja myndmál sitt í stefnur allt frá konstrúktívisma til naumhyggju. Verkin á sýningunni, unnin á tímabilinu 1960 og fram til dagsins í dag, eiga öll rætur sínar að rekja til strangflatarhefðarinnar og búa yfir sams konar formfræðilegri fagurfræði. „Þór Vigfússon er einn af okkar listamönnum og við höfum líka sýnt Hörð áður, enda mjög hrifin af verkum hans,“ segir Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, sýningarstjóri í i8. „Smám saman kom fram sú hugmynd að setja saman sýningu með verkum listamanna af ólíkum kynslóðum sem væru að sækja í sama brunn, módernismann og konstrúktívismann, en hafa allir mismunandi nálgun á þá hefð.“ Elstur listamannanna sem verk eiga á sýningunni er Hörður Ágústsson, sem fæddur var 1922 og lést árið 2005. Verk hans á sýningunni eru skissur og teikningar, gerðar á tímabilinu 1955-1975, sem gefa hugmynd um hvernig abstraktlist Harðar þróaðist. Yngsti listamaðurinn er Camilla Løw frá Noregi, fædd 1976. Hún sýnir hangandi skúlptúra úr plexígleri og viði, lökkuðum í háglans litum. Þór Vigfússon, fæddur 1954, sýnir Þrjú veggverk, hvert þeirra samsett úr sex mismunandi lituðum glerplötum sem saman mynda þverröndótt tígullaga form og hanga lóðrétt. Fjórði listamaðurinn er Sergio Sister frá Brasilíu, fæddur 1948, sem sýnir verk sem unnin eru úr viðarfjölum sem hann raðar saman svo úr verða lágmyndir sem líkjast vörukössum eða gluggapóstum. „Sýningin er mjög litrík, enda snúast verk allra listamannanna mikið um liti og form,“ segir Anna Júlía og hvetur listunnendur til að koma við í i8 í jólastressinu og njóta litadýrðar og listar. Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Sýning á verkum fjögurra listamanna, þeirra Harðar Ágústssonar, Camillu Løw, Sergio Sister og Þórs Vigfússonar verður opnuð í i8 í dag. Listamennirnir, sem eru af fjórum kynslóðum, fást allir við liti og form í verkum sínum og sækja myndmál sitt í stefnur allt frá konstrúktívisma til naumhyggju. Verkin á sýningunni, unnin á tímabilinu 1960 og fram til dagsins í dag, eiga öll rætur sínar að rekja til strangflatarhefðarinnar og búa yfir sams konar formfræðilegri fagurfræði. „Þór Vigfússon er einn af okkar listamönnum og við höfum líka sýnt Hörð áður, enda mjög hrifin af verkum hans,“ segir Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, sýningarstjóri í i8. „Smám saman kom fram sú hugmynd að setja saman sýningu með verkum listamanna af ólíkum kynslóðum sem væru að sækja í sama brunn, módernismann og konstrúktívismann, en hafa allir mismunandi nálgun á þá hefð.“ Elstur listamannanna sem verk eiga á sýningunni er Hörður Ágústsson, sem fæddur var 1922 og lést árið 2005. Verk hans á sýningunni eru skissur og teikningar, gerðar á tímabilinu 1955-1975, sem gefa hugmynd um hvernig abstraktlist Harðar þróaðist. Yngsti listamaðurinn er Camilla Løw frá Noregi, fædd 1976. Hún sýnir hangandi skúlptúra úr plexígleri og viði, lökkuðum í háglans litum. Þór Vigfússon, fæddur 1954, sýnir Þrjú veggverk, hvert þeirra samsett úr sex mismunandi lituðum glerplötum sem saman mynda þverröndótt tígullaga form og hanga lóðrétt. Fjórði listamaðurinn er Sergio Sister frá Brasilíu, fæddur 1948, sem sýnir verk sem unnin eru úr viðarfjölum sem hann raðar saman svo úr verða lágmyndir sem líkjast vörukössum eða gluggapóstum. „Sýningin er mjög litrík, enda snúast verk allra listamannanna mikið um liti og form,“ segir Anna Júlía og hvetur listunnendur til að koma við í i8 í jólastressinu og njóta litadýrðar og listar.
Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira