Saga handa karlmönnum Símon Birgisson skrifar 23. desember 2013 10:00 Hann eftir Börk Gunnarsson Bækur: Hann Börkur Gunnarsson Almenna bókafélagið Þeir sem kaupa bókina Hann eftir Börk Gunnarsson í von um að eiga góðar stundir með nýja skáldsögu í höndum munu líklega verða fyrir vonbrigðum. Bókin er aðeins 64 síður, í litlu broti og með stóru letri, löng smásaga eða novella. Börkur virðist reyndar ráða ágætlega við smásöguformið. Hann eyðir engum tíma í málalengingar. Það er skýr framvinda í sögunni, stíllinn knappur, nánast eins og um uppkast að kvikmyndahandriti sé að ræða. En lýsingar virka oft klisjukenndar, sér í lagi þegar Börkur reynir að lýsa hugarheimi kvenna og stundum er eins og Börkur hafi flýtt sér um of við skrifin: „Henni fannst háskólabyggingin oftast of stór fyrir sig, hún væri of smá til að passa inn í þetta númer af visku og gáfum.“ (bls. 43.) Og lýsing Barkar (frá sjónarhóli konunnar) á augnablikinu þegar verkamaðurinn afmeyjar eiginkonu sína er kostuleg: „Hann lagði hana einfaldlega í sófann hjá sér, klæddi hana úr buxunum og fór inn í hana og hún fygldist bara með og fannst handbrögðin örugg, rétt eins og hann væri að gera að fiski.“ (bls. 17.) Aðalpersóna bókarinnar, sem Börkur kallar einfaldlega hann, er verkamaður með sigg í lófum og sér fyrir fjölskyldu sinni. En samband hans og eiginkonunnar er í molum. Hún skráir sig í bókmenntafræði til að „finna sig“ og heldur framhjá honum með yngri mönnum. Dóttir þeirra lokar sig af, á erfitt með að tjá sig og leitar svara í myndlist. Hann er hins vegar alltaf eins. Þar til dag einn þegar hann þarf að fara veikur heim úr vinnunni og neyðist í fyrsta skipti til að horfast í augu við tilgangsleysi eigin lífs. Maður hefur á tilfinningunni að Berki hafi legið mikið á hjarta við ritun þessarar sögu. Á bókarkápu er hún sögð varpa „óvenjulegu og nýstárlegu ljósi á karlmennsku á Íslandi“. Sagan stendur hins vegar ekki undir því loforði. Til þess er sýn Barkar á karlmanninn of forneskjuleg. Hér er karlmaðurinn hið mikla fórnarlamb og er á endanum drepinn og stoppaður upp af eiginkonu og dóttur. Þessi absúrd endir á sögunni minnir óneitanlega á hina klassísku smásögu Sögu handa börnum eftir Svövu Jakobsdóttur. Þar var fórnarlambið hin venjulega húsmóðir sem var tilbúin að fórna öllu fyrir börnin sín, jafnvel útlimum og heila. Sú saga hneykslaði og vakti umtal. Það á Hann eftir Börk ekki eftir að gera. Það er ekki hægt að bera stöðu karlmannsins saman við stöðu húsmóðurinnar á síðustu öld. Ef Börkur hefði viljað ögra fyrir alvöru hefði hann þurft að vinna þessa sögu mun betur, sérstaklega ef hann vill kalla hana skáldsögu á opinberum vettvangi.Niðurstaða: Börkur tekst á við stórar hugmyndir og liggur mikið á hjarta en missir tökin á sögunni eftir því sem á líður. Hefði virkað betur sem smásaga í tímariti. Gagnrýni Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Bækur: Hann Börkur Gunnarsson Almenna bókafélagið Þeir sem kaupa bókina Hann eftir Börk Gunnarsson í von um að eiga góðar stundir með nýja skáldsögu í höndum munu líklega verða fyrir vonbrigðum. Bókin er aðeins 64 síður, í litlu broti og með stóru letri, löng smásaga eða novella. Börkur virðist reyndar ráða ágætlega við smásöguformið. Hann eyðir engum tíma í málalengingar. Það er skýr framvinda í sögunni, stíllinn knappur, nánast eins og um uppkast að kvikmyndahandriti sé að ræða. En lýsingar virka oft klisjukenndar, sér í lagi þegar Börkur reynir að lýsa hugarheimi kvenna og stundum er eins og Börkur hafi flýtt sér um of við skrifin: „Henni fannst háskólabyggingin oftast of stór fyrir sig, hún væri of smá til að passa inn í þetta númer af visku og gáfum.“ (bls. 43.) Og lýsing Barkar (frá sjónarhóli konunnar) á augnablikinu þegar verkamaðurinn afmeyjar eiginkonu sína er kostuleg: „Hann lagði hana einfaldlega í sófann hjá sér, klæddi hana úr buxunum og fór inn í hana og hún fygldist bara með og fannst handbrögðin örugg, rétt eins og hann væri að gera að fiski.“ (bls. 17.) Aðalpersóna bókarinnar, sem Börkur kallar einfaldlega hann, er verkamaður með sigg í lófum og sér fyrir fjölskyldu sinni. En samband hans og eiginkonunnar er í molum. Hún skráir sig í bókmenntafræði til að „finna sig“ og heldur framhjá honum með yngri mönnum. Dóttir þeirra lokar sig af, á erfitt með að tjá sig og leitar svara í myndlist. Hann er hins vegar alltaf eins. Þar til dag einn þegar hann þarf að fara veikur heim úr vinnunni og neyðist í fyrsta skipti til að horfast í augu við tilgangsleysi eigin lífs. Maður hefur á tilfinningunni að Berki hafi legið mikið á hjarta við ritun þessarar sögu. Á bókarkápu er hún sögð varpa „óvenjulegu og nýstárlegu ljósi á karlmennsku á Íslandi“. Sagan stendur hins vegar ekki undir því loforði. Til þess er sýn Barkar á karlmanninn of forneskjuleg. Hér er karlmaðurinn hið mikla fórnarlamb og er á endanum drepinn og stoppaður upp af eiginkonu og dóttur. Þessi absúrd endir á sögunni minnir óneitanlega á hina klassísku smásögu Sögu handa börnum eftir Svövu Jakobsdóttur. Þar var fórnarlambið hin venjulega húsmóðir sem var tilbúin að fórna öllu fyrir börnin sín, jafnvel útlimum og heila. Sú saga hneykslaði og vakti umtal. Það á Hann eftir Börk ekki eftir að gera. Það er ekki hægt að bera stöðu karlmannsins saman við stöðu húsmóðurinnar á síðustu öld. Ef Börkur hefði viljað ögra fyrir alvöru hefði hann þurft að vinna þessa sögu mun betur, sérstaklega ef hann vill kalla hana skáldsögu á opinberum vettvangi.Niðurstaða: Börkur tekst á við stórar hugmyndir og liggur mikið á hjarta en missir tökin á sögunni eftir því sem á líður. Hefði virkað betur sem smásaga í tímariti.
Gagnrýni Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira