"Sýningin er takmarkað augnablik“ 28. desember 2013 07:00 Sæmundur Þór helgason heldur sína fyrstu einkasýningu á Íslandi. MYND/Úr einkasafni Sæmundur Þór Helgason opnar sýninguna Inform í dag í gallerí Kunstschlager klukkan átta, en hún stendur til áttunda janúar næstkomandi. „Ég útskrifaðist frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam árið 2012 og er nú í mastersnámi í myndlist hjá Goldsmiths University í London en ég lýk því námi 2015, ef allt gengur upp,“ segir Sæmundur Þór, en sýningin er hans fyrsta einkasýning á Íslandi. „Sýningin samanstendur af tveimur vídeóinnsetningum sem eru búnar til á staðnum – og einni þrívíddarteikningu af sýningarplássinu sjálfu,“ útskýrir Sæmundur. Verk Sæmundar eru iðulega framkvæmd á staðnum þar sem þau eru sýnd.Stilla úr verki Sæmundar„Mín verk eru til fyrirfram sem aðferðafræði fyrir sýningar. Sýningin er í raun og veru mjög takmarkað augnablik, tímarammi í miklu lengra ferli, eins og hugmyndavinnu, rannsóknum og undirbúningi, sem er alltaf vinna sem á sér stað utan gallerísins,“ bætir Sæmundur við. Nafnið á sýningunni, Inform, kemur út frá virkni verkanna. „Verkin upplýsa hvert annað, ef maður persónugerir þau,“ segir Sæmundur. „Þau upplýsa áhorfandann um bæði tilurð hvers verks og einhvern veginn bendir það líka til nágrannaverks síns, hvernig verkin vinna saman,“ útskýrir Sæmundur og segir sýninguna vera nokkurs konar frásögn. „Maður fer inn í tímaröð. Á milli verkanna er ákveðin tímaröð sem er ekkert endilega skýr,“ segir Sæmundur að lokum um sýninguna. Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Sæmundur Þór Helgason opnar sýninguna Inform í dag í gallerí Kunstschlager klukkan átta, en hún stendur til áttunda janúar næstkomandi. „Ég útskrifaðist frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam árið 2012 og er nú í mastersnámi í myndlist hjá Goldsmiths University í London en ég lýk því námi 2015, ef allt gengur upp,“ segir Sæmundur Þór, en sýningin er hans fyrsta einkasýning á Íslandi. „Sýningin samanstendur af tveimur vídeóinnsetningum sem eru búnar til á staðnum – og einni þrívíddarteikningu af sýningarplássinu sjálfu,“ útskýrir Sæmundur. Verk Sæmundar eru iðulega framkvæmd á staðnum þar sem þau eru sýnd.Stilla úr verki Sæmundar„Mín verk eru til fyrirfram sem aðferðafræði fyrir sýningar. Sýningin er í raun og veru mjög takmarkað augnablik, tímarammi í miklu lengra ferli, eins og hugmyndavinnu, rannsóknum og undirbúningi, sem er alltaf vinna sem á sér stað utan gallerísins,“ bætir Sæmundur við. Nafnið á sýningunni, Inform, kemur út frá virkni verkanna. „Verkin upplýsa hvert annað, ef maður persónugerir þau,“ segir Sæmundur. „Þau upplýsa áhorfandann um bæði tilurð hvers verks og einhvern veginn bendir það líka til nágrannaverks síns, hvernig verkin vinna saman,“ útskýrir Sæmundur og segir sýninguna vera nokkurs konar frásögn. „Maður fer inn í tímaröð. Á milli verkanna er ákveðin tímaröð sem er ekkert endilega skýr,“ segir Sæmundur að lokum um sýninguna.
Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira