Að vanda valið 9. janúar 2014 13:02 Til allrar hamingju eru lög Sálarinnar hundrað sinnum betri en nafnið. mynd/daníel Það að stofna hljómsveit er lítið mál fyrir hina músíkölsku. Menn og/eða konur stilla saman strengi sína og telja í. Með gleðina að vopni ætti þetta að koma á nokkrum hljómsveitaræfingum. Flóknara er það ekki. Eða hvað? Nei, ekki er það svo gott. Að þessu loknu tekur það erfiðasta við: Að finna nafn á hljómsveitina. Almenningur heldur kannski að það sé það auðveldasta í öllu ferlinu en tónlistarfólk veit betur. Að finna gott hljómsveitarnafn getur verið erfiðara og sársaukafyllra en að ganga á glerbrotum frá Reykjavík til Akureyrar. Þessu myndu flestir átta sig á ef þeir skoðuðu öll þau skelfilegu hljómsveitanöfn sem tónlistarfólk hefur dritað yfir heimsbyggðina. Limp Bizkit, Chumbawamba, The The, (hed) p.e., Anal Cunt, Nickelback og Def Leppard. Allt eru þetta skelfileg nöfn en frægustu sveitirnar komast upp með þau því fólk venst nöfnum þeirra. Sjálfur er ég í hljómsveit hverrar nafn er fáum að skapi. Mér finnst nafnið reyndar ekki alvont en ef ég mætti breyta því með aðstoð tímavélar myndi ég gera það. Þó er ég ekki í Haltri hóru, Soðinni fiðlu, Sálinni hans Jóns míns eða Pláhnetunni. Okkar nafn er töluvert skárra. Ég stofnaði síðan aðra hljómsveit á dögunum með hópi glæsilegra manna sem allir eru hoknir af reynslu og samtals hafa meðlimir sveitarinnar líklega verið í 15 til 20 hljómsveitum. En það var sama sagan með nafngiftina. Allt kom fyrir ekki. Lengi vel ætluðum við að heita Rækjan en á endanum barði einhver í borðið. Hafist var handa við að finna betri nöfn en þau voru á endanum öll mun verri. Það á ekki að vera hægt en okkur tókst það. En loksins höfum við ákveðið nafnið. Það er alls ekki frábært, en á nokkrum klukkutímum er mér farið að finnast það alveg ágætt. Þetta nafn munum við síðan þurfa að burðast með þar til hljómsveitin leggur upp laupana. Vonandi ekki lengur en það, nema við gerumst svo vitlausir að fá okkur hljómsveitartattú. En þá er allavega gott að 8-villt var frátekið. Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Það að stofna hljómsveit er lítið mál fyrir hina músíkölsku. Menn og/eða konur stilla saman strengi sína og telja í. Með gleðina að vopni ætti þetta að koma á nokkrum hljómsveitaræfingum. Flóknara er það ekki. Eða hvað? Nei, ekki er það svo gott. Að þessu loknu tekur það erfiðasta við: Að finna nafn á hljómsveitina. Almenningur heldur kannski að það sé það auðveldasta í öllu ferlinu en tónlistarfólk veit betur. Að finna gott hljómsveitarnafn getur verið erfiðara og sársaukafyllra en að ganga á glerbrotum frá Reykjavík til Akureyrar. Þessu myndu flestir átta sig á ef þeir skoðuðu öll þau skelfilegu hljómsveitanöfn sem tónlistarfólk hefur dritað yfir heimsbyggðina. Limp Bizkit, Chumbawamba, The The, (hed) p.e., Anal Cunt, Nickelback og Def Leppard. Allt eru þetta skelfileg nöfn en frægustu sveitirnar komast upp með þau því fólk venst nöfnum þeirra. Sjálfur er ég í hljómsveit hverrar nafn er fáum að skapi. Mér finnst nafnið reyndar ekki alvont en ef ég mætti breyta því með aðstoð tímavélar myndi ég gera það. Þó er ég ekki í Haltri hóru, Soðinni fiðlu, Sálinni hans Jóns míns eða Pláhnetunni. Okkar nafn er töluvert skárra. Ég stofnaði síðan aðra hljómsveit á dögunum með hópi glæsilegra manna sem allir eru hoknir af reynslu og samtals hafa meðlimir sveitarinnar líklega verið í 15 til 20 hljómsveitum. En það var sama sagan með nafngiftina. Allt kom fyrir ekki. Lengi vel ætluðum við að heita Rækjan en á endanum barði einhver í borðið. Hafist var handa við að finna betri nöfn en þau voru á endanum öll mun verri. Það á ekki að vera hægt en okkur tókst það. En loksins höfum við ákveðið nafnið. Það er alls ekki frábært, en á nokkrum klukkutímum er mér farið að finnast það alveg ágætt. Þetta nafn munum við síðan þurfa að burðast með þar til hljómsveitin leggur upp laupana. Vonandi ekki lengur en það, nema við gerumst svo vitlausir að fá okkur hljómsveitartattú. En þá er allavega gott að 8-villt var frátekið.
Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira