Hélt að ég stefndi beint í gröfina Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. janúar 2014 15:45 Brandur tók við styrknum á Kjarvalsstöðum í dag úr hendi Friðriks Pálssonar. Fréttablaðið/GVA „Ég var í eðlisfræði í Háskóla Íslands, vann sem landvörður á sumrin og hugðist leggja fyrir mig leiðsögustarf, en upp út tvítugu fór ég að missa mátt í útlimum. Það ágerðist hratt á um fjórum árum og undir þrítugt var ég orðinn nánast alveg lamaður fyrir neðan háls,“ segir Brandur Karlsson. Hann fékk styrk úr Listasjóði Ólafar að upphæð hálfri milljón í dag til að útbúa aðstöðu til að geta stundað listsköpun sína með sem bestum hætti en hann málar með munninum. „Ég ferðaðist víða um heiminn og dvaldi marga mánuði á spítala og hitti marga af færustu taugalæknum Bandaríkjanna og Evrópu í leit að útskýringu á veikindum mínum sem ég hef ekki en þann dag í dag fengið. Mér hefur tekist að endurheimta hreyfigetu að mjög litlu leyti en er öðrum háður í öllum daglegum athöfnum,“ bætir Brandur við. Hann missti ekki vonina og notaði internetið til að mennta sig.„Ég hafði að miklu leyti gefið upp von um að eiga eitthvað í líkingu við eðlilegt líf enda hélt ég lengi vel að ég stefndi beint í gröfina en svo staðnaði hrörnun hins óþekkta sjúkdóms og allt í einu stóð ég frammi fyrir því að þurfa að finna nýjan tilgang með lífinu þar sem öll mín fyrri framtíðaráform voru ekki lengur raunhæf. Þar sem ég var rúmfastur og stóran hluta tímans einn með internetinu þá byrjaði ég að mennta mig á þeim sviðum þar sem ég teldi að ég gæti komið sem mest að gagni fyrir samfélagið. Svo einn daginn þegar ég dvaldist á Reykjalundi að reyna gera eitthvað skapandi frétti ég af fólki sem málaði með munninum og með aðstoð iðjuþjálfa sletti ég smá málningu á striga. Síðan komst ég í kynni við Derek og Eddu Heiðrúnu, sem opnuðu fyrir mér heim munnmálunar og þeim tækifærum sem því fylgir. Ég upplifi það að mála sem tækifæri til þess að hafa áhrif á heiminn.“ Listasjóður Ólafar var stofnaður árið 2008 til minningar um Ólöfu Pétursdóttur, dómsstjóra og málara, en hún slasaðist alvarlega árið 2006 og lamaðist frá hálsi. Hún hafði stundað málaralist um langt skeið og með aðstoð Dereks Mundell hóf hún að mála með munninum um leið og hún hafði heilsu til og náði undraverðum árangri á þeim tíma þar til hún lést árið 2008. Sú ánægja sem hún hafði af því að geta stundað list sína áfram eftir alvarlega lömun gaf henni nýja sýn og nýja von. Eftir að hún lést ákváðu ættingjar hennar að heiðra minningu hennar með stofnun sjóðs sem veitir styrki á mjög þröngu sviði til þeirra alvarlega hreyfihömluðu einstaklinga sem vilja leggja stund á listsköpun og/eða þá sem leggja þeim einstaklingum lið. Fyrsti styrkþeginn var Sigþrúður Loftsdóttir, sjúkraþjálfari, sem hefur lagt sig eftir að mennta sig á þessu sviði, þá fékk Derek Mundell myndlistarkennari styrk til að sækja vinnustofu á þessu sviði í Englandi. Edda Heiðrún Backmann leikkona og leikstjóri hefur lagt stund á listmálun með munninum og fékk hún ferðastyrk til að sækja sömu vinnustofu og að framan er nefnd. Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Ég var í eðlisfræði í Háskóla Íslands, vann sem landvörður á sumrin og hugðist leggja fyrir mig leiðsögustarf, en upp út tvítugu fór ég að missa mátt í útlimum. Það ágerðist hratt á um fjórum árum og undir þrítugt var ég orðinn nánast alveg lamaður fyrir neðan háls,“ segir Brandur Karlsson. Hann fékk styrk úr Listasjóði Ólafar að upphæð hálfri milljón í dag til að útbúa aðstöðu til að geta stundað listsköpun sína með sem bestum hætti en hann málar með munninum. „Ég ferðaðist víða um heiminn og dvaldi marga mánuði á spítala og hitti marga af færustu taugalæknum Bandaríkjanna og Evrópu í leit að útskýringu á veikindum mínum sem ég hef ekki en þann dag í dag fengið. Mér hefur tekist að endurheimta hreyfigetu að mjög litlu leyti en er öðrum háður í öllum daglegum athöfnum,“ bætir Brandur við. Hann missti ekki vonina og notaði internetið til að mennta sig.„Ég hafði að miklu leyti gefið upp von um að eiga eitthvað í líkingu við eðlilegt líf enda hélt ég lengi vel að ég stefndi beint í gröfina en svo staðnaði hrörnun hins óþekkta sjúkdóms og allt í einu stóð ég frammi fyrir því að þurfa að finna nýjan tilgang með lífinu þar sem öll mín fyrri framtíðaráform voru ekki lengur raunhæf. Þar sem ég var rúmfastur og stóran hluta tímans einn með internetinu þá byrjaði ég að mennta mig á þeim sviðum þar sem ég teldi að ég gæti komið sem mest að gagni fyrir samfélagið. Svo einn daginn þegar ég dvaldist á Reykjalundi að reyna gera eitthvað skapandi frétti ég af fólki sem málaði með munninum og með aðstoð iðjuþjálfa sletti ég smá málningu á striga. Síðan komst ég í kynni við Derek og Eddu Heiðrúnu, sem opnuðu fyrir mér heim munnmálunar og þeim tækifærum sem því fylgir. Ég upplifi það að mála sem tækifæri til þess að hafa áhrif á heiminn.“ Listasjóður Ólafar var stofnaður árið 2008 til minningar um Ólöfu Pétursdóttur, dómsstjóra og málara, en hún slasaðist alvarlega árið 2006 og lamaðist frá hálsi. Hún hafði stundað málaralist um langt skeið og með aðstoð Dereks Mundell hóf hún að mála með munninum um leið og hún hafði heilsu til og náði undraverðum árangri á þeim tíma þar til hún lést árið 2008. Sú ánægja sem hún hafði af því að geta stundað list sína áfram eftir alvarlega lömun gaf henni nýja sýn og nýja von. Eftir að hún lést ákváðu ættingjar hennar að heiðra minningu hennar með stofnun sjóðs sem veitir styrki á mjög þröngu sviði til þeirra alvarlega hreyfihömluðu einstaklinga sem vilja leggja stund á listsköpun og/eða þá sem leggja þeim einstaklingum lið. Fyrsti styrkþeginn var Sigþrúður Loftsdóttir, sjúkraþjálfari, sem hefur lagt sig eftir að mennta sig á þessu sviði, þá fékk Derek Mundell myndlistarkennari styrk til að sækja vinnustofu á þessu sviði í Englandi. Edda Heiðrún Backmann leikkona og leikstjóri hefur lagt stund á listmálun með munninum og fékk hún ferðastyrk til að sækja sömu vinnustofu og að framan er nefnd.
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira