Snapchat í stríði við Facebook Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2014 14:35 Evan Spiegel, annar stofnenda Snapchat. Mynd/AP Evan Spiegel og Bobby Murphy stofnendur forritsins Snapchat, höfnuðu þriggja milljarða dala tilboði frá Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, í forritið á síðasta ári. Tilboðið þykir hátt fyrir forrit með enga tekjulind og jafnframt engar áætlanir um að öðlast tekjur. Farið er yfir sögu Snapchat og ástæðu þess að Spiegel hafnaði tilboðinu frá Zuckerberg á vef tímaritsins Forbes. Zuckerberg sendi Spiegel tölvupóst og bað hann um að koma og hitta sig. Svarið sem hann fékk var þó á þann veg að Spiegel væri alveg til í að hitta hann. Zuckerberg þyrfti þó sjálfur að koma til Spiegel. Á fundi þeirra sagði Zuckerberg að forritið Poke væri að koma á markað eftir nokkra daga. Spiegel segir blaðamanni Forbes að í raun hafi Zuckerberg verið að segjast ætla að kremja Snapchat. Það fyrsta sem Spiegel og Bobby Murphy samstofnandi Snapchat gerðu þegar þeir komu upp á skrifstofu eftir fundinn var að kaupa eitt eintak af bókinni The Art of War eftir Sun Tzu handa öllum sex starfsmönnum sínum. Forbes segir Snapchat vera helstu ógn Facebook, því unglingar hafi áttað sig á að það sem sett er á samfélagsmiðla verði þar að eilífu og séu farnir að snúa sér í meira mæli að Snapchat forritinu. Þar hverfa myndir og myndbönd eftir ákveðinn sekúndufjölda. Þrátt fyrir það er þó mjög auðvelt að sækja sér annað forrit sem vistar öll skilaboð á Snapchat í síma. Forrit Facebook, Poke, stóðst þó ekki væntingar og er lítið notað. Þá bauð Mark Zuckerbeg þrjá milljarða í Snapchat. Blaðamaður Forbes telur helsta áhrifavald ákvörðunar þeirra Spiegel og Murphy að hafna boðinu vera bókina sem allir starfsmenn fyrirtækisins lásu. Í sjötta kafla The Art of War, segir að ráðast eigi á óvininn, þegar og þar sem hann sýnir veikleika. Með tilboðinu sýndi Mark Zuckerberg veikleika og Spiegel og Murphu vildu ekki fórna mögulegum langtímahagnaði fyrir skjótan gróða. Frekar er hægt að lesa um söguna hér. Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Evan Spiegel og Bobby Murphy stofnendur forritsins Snapchat, höfnuðu þriggja milljarða dala tilboði frá Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, í forritið á síðasta ári. Tilboðið þykir hátt fyrir forrit með enga tekjulind og jafnframt engar áætlanir um að öðlast tekjur. Farið er yfir sögu Snapchat og ástæðu þess að Spiegel hafnaði tilboðinu frá Zuckerberg á vef tímaritsins Forbes. Zuckerberg sendi Spiegel tölvupóst og bað hann um að koma og hitta sig. Svarið sem hann fékk var þó á þann veg að Spiegel væri alveg til í að hitta hann. Zuckerberg þyrfti þó sjálfur að koma til Spiegel. Á fundi þeirra sagði Zuckerberg að forritið Poke væri að koma á markað eftir nokkra daga. Spiegel segir blaðamanni Forbes að í raun hafi Zuckerberg verið að segjast ætla að kremja Snapchat. Það fyrsta sem Spiegel og Bobby Murphy samstofnandi Snapchat gerðu þegar þeir komu upp á skrifstofu eftir fundinn var að kaupa eitt eintak af bókinni The Art of War eftir Sun Tzu handa öllum sex starfsmönnum sínum. Forbes segir Snapchat vera helstu ógn Facebook, því unglingar hafi áttað sig á að það sem sett er á samfélagsmiðla verði þar að eilífu og séu farnir að snúa sér í meira mæli að Snapchat forritinu. Þar hverfa myndir og myndbönd eftir ákveðinn sekúndufjölda. Þrátt fyrir það er þó mjög auðvelt að sækja sér annað forrit sem vistar öll skilaboð á Snapchat í síma. Forrit Facebook, Poke, stóðst þó ekki væntingar og er lítið notað. Þá bauð Mark Zuckerbeg þrjá milljarða í Snapchat. Blaðamaður Forbes telur helsta áhrifavald ákvörðunar þeirra Spiegel og Murphy að hafna boðinu vera bókina sem allir starfsmenn fyrirtækisins lásu. Í sjötta kafla The Art of War, segir að ráðast eigi á óvininn, þegar og þar sem hann sýnir veikleika. Með tilboðinu sýndi Mark Zuckerberg veikleika og Spiegel og Murphu vildu ekki fórna mögulegum langtímahagnaði fyrir skjótan gróða. Frekar er hægt að lesa um söguna hér.
Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira