Vænir bónusar bandarískra bílaframleiðenda Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2014 12:30 Starsfólk í bandarískri bílasamsetningarverksmiðju setur saman bíl. Autoblog Starfsfólk í bílaverksmiðjum í Bandaríkjunum eiga von á hressilegum launbónusum eftir mjög gott ár þriggja stærstu bílaframleiðendanna þar vestra, General Motors, Chrysler og Ford. Þeir 130.000 starfsmenn þeirra munu líklega skipta á milli sín 800 milljónum dollara á næstunni í bónusa. Það gerir um 715.000 krónur á hvern starfsmann. Yrði þetta þriðja árið í röð sem starfsfólk verksmiðjanna fá vænan tékka frá atvinnurekendum sínum fyrir gott starf og vænan hagnað fyrirtækjanna. Samtök starfsmanna hafa gert samning við atvinnurekendur sína um hluta af hagnaði fyrirtækjanna og ávöxtur þess er nú að skila sér ríkulega. Starfsfólk General Motors og Ford fá hvert um sig að jafnaði 1 dollara fyrir hverja 1 milljón dollara sem fyrirtækin hagnast fyrir skatta. Þessir bónusar bandarísku framleiðendanna ná samt ekki flestum þýsku bílaframleiðendanna, sem sumir greiddu starfsfólki sínu meira en milljón krónur á mann eftir uppgjörsárið 2012. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent
Starfsfólk í bílaverksmiðjum í Bandaríkjunum eiga von á hressilegum launbónusum eftir mjög gott ár þriggja stærstu bílaframleiðendanna þar vestra, General Motors, Chrysler og Ford. Þeir 130.000 starfsmenn þeirra munu líklega skipta á milli sín 800 milljónum dollara á næstunni í bónusa. Það gerir um 715.000 krónur á hvern starfsmann. Yrði þetta þriðja árið í röð sem starfsfólk verksmiðjanna fá vænan tékka frá atvinnurekendum sínum fyrir gott starf og vænan hagnað fyrirtækjanna. Samtök starfsmanna hafa gert samning við atvinnurekendur sína um hluta af hagnaði fyrirtækjanna og ávöxtur þess er nú að skila sér ríkulega. Starfsfólk General Motors og Ford fá hvert um sig að jafnaði 1 dollara fyrir hverja 1 milljón dollara sem fyrirtækin hagnast fyrir skatta. Þessir bónusar bandarísku framleiðendanna ná samt ekki flestum þýsku bílaframleiðendanna, sem sumir greiddu starfsfólki sínu meira en milljón krónur á mann eftir uppgjörsárið 2012.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent