Ford C-Max með sólarrafhlöðum eyðir 2,4 lítrum Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2014 08:45 Ford C-Max með sólarrafhlöðum. Ford ætlar að kynna nýja útgáfu C-Max bílsins á hinni árlegu tæknisýningu bílageirans í Las Vegas í þessari viku. Þak bílsins er nánast ein sólarrafhlaða og eyðsla þessa bíls er ansi lág, eða 2,4 lítrar á hverja 100 kílómetra. Það tekur sólarrafhlöðurnar 4 klukkutíma að fullhlaðast í sterkri sól, en þær má einnig hlaða með því að setja bílinn í samband við heimilisrafmagn. Bíllinn getur ekið 35 km á rafmagninu einu saman og 1.000 km alls. Eyðsla þessa bíls er ámóta og Plug-In C-Max bílsins sem Ford býður einnig. Ekki er ljóst hvort þessi nýja útgáfa C-Max verður fjöldaframleidd eða hvort þessi bíll er bara til að monta sig af á sýningunni í Las Vegas. Ef hann verður ekki of dýr ætti hann að höfða til margra og ef uppgefin eyðsla hans er rétt má komast á honum hringinn um Ísland á 33 lítrum bensíns, sem kostar aðeins um 8.000 krónur. Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent
Ford ætlar að kynna nýja útgáfu C-Max bílsins á hinni árlegu tæknisýningu bílageirans í Las Vegas í þessari viku. Þak bílsins er nánast ein sólarrafhlaða og eyðsla þessa bíls er ansi lág, eða 2,4 lítrar á hverja 100 kílómetra. Það tekur sólarrafhlöðurnar 4 klukkutíma að fullhlaðast í sterkri sól, en þær má einnig hlaða með því að setja bílinn í samband við heimilisrafmagn. Bíllinn getur ekið 35 km á rafmagninu einu saman og 1.000 km alls. Eyðsla þessa bíls er ámóta og Plug-In C-Max bílsins sem Ford býður einnig. Ekki er ljóst hvort þessi nýja útgáfa C-Max verður fjöldaframleidd eða hvort þessi bíll er bara til að monta sig af á sýningunni í Las Vegas. Ef hann verður ekki of dýr ætti hann að höfða til margra og ef uppgefin eyðsla hans er rétt má komast á honum hringinn um Ísland á 33 lítrum bensíns, sem kostar aðeins um 8.000 krónur.
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent