Umfjöllun: Austurríki - Ísland 27-33 | Patti átti ekkert svar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2014 12:19 Vísir/Daníel Ísland vann frábæran sigur á Austurríki í fyrsta leik milliriðlakeppninnar á EM í Danmörku. Strákarnir gerðu út um leikinn með frábærum fyrri hálfleik.Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, reyndi hvað hann gat til að bregðast við frábærri frammistöðu Íslands í fyrri hálfleik en íslenska liðið var einfaldlega of sterkt í dag, hvort sem var í vörn eða sókn.Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik í íslenska markinu og varði nítján skot. Hann naut góðs af frábærum íslenskum varnarleik, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar þeir Bjarki Már Gunnarsson og Sverre Jakobsson virtust einfaldlega ósigrandi.Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari stillti sínu sterkasta liði upp í dag og þrátt fyrir að hvorugt lið náði að skora fyrstu fjórar mínútur leiksins voru strákarnir komnir með þriggja marka forystu eftir tíu mínútna leik. Þá var ljóst í hvað stefndi og Aron gat leyft sér að hvíla nafna sinn Pálmarsson en hann hefur verið að glíma við meiðsli í hné og báðum ökklum. Inn kom Ólafur Andrés Guðmundsson sem átti stórleik og skoraði sex falleg mörk. Strákarnir okkar gengu einfaldlega á lagið. Frábær varnarleikur og frábær vörn lagði grunninn en auk þess var sóknarleikurinn gríðarlegur öflugur. Forystan varð mest níu mörk í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 17-9, Íslandi í vil. Okkar menn gáfu ef til vill aðeins eftir í síðari hálfleik enda erfitt að halda einbeitingunni þegar staðan var orðin jafn góð og raun bar vitni auk þess sem að þetta var fjórði leikur liðsins á einni viku. Þeir gerðu þó það sem til þurfti og var sigurinn aldrei í hættu. Patrekur og lærisveinar hans náðu aðeins að laga stöðuna í síðari hálfleik en niðurstaðan engu að síður sex marka sigur sem gæti reynst mikilvægur að milliriðlakeppninni lokinni. Óhætt er að segja að allir leikmenn íslenska landsliðsins hafi spilað vel í dag. Guðjón Valur Sigurðsson nýtti sem fyrr hvert einasta skot sitt í leiknum og skoraði sjö mörk. Það gerði Þórir Ólafsson einnig en hann skoraði fimm mörk úr hinu horninu. Róbert Gunnarsson átti mjög góðan dag á línunni og skytturnar Ásgeir Örn Hallgrímsson og Rúnar Kárason náðu sér vel á strik, sem og Snorri Steinn Guðjónsson. Ísland mætir næst Makedóníu á mánudaginn en Ungverjar unnu fyrr í dag sannfærandi sigur á Makedóníu. EM 2014 karla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Sjá meira
Ísland vann frábæran sigur á Austurríki í fyrsta leik milliriðlakeppninnar á EM í Danmörku. Strákarnir gerðu út um leikinn með frábærum fyrri hálfleik.Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, reyndi hvað hann gat til að bregðast við frábærri frammistöðu Íslands í fyrri hálfleik en íslenska liðið var einfaldlega of sterkt í dag, hvort sem var í vörn eða sókn.Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik í íslenska markinu og varði nítján skot. Hann naut góðs af frábærum íslenskum varnarleik, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar þeir Bjarki Már Gunnarsson og Sverre Jakobsson virtust einfaldlega ósigrandi.Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari stillti sínu sterkasta liði upp í dag og þrátt fyrir að hvorugt lið náði að skora fyrstu fjórar mínútur leiksins voru strákarnir komnir með þriggja marka forystu eftir tíu mínútna leik. Þá var ljóst í hvað stefndi og Aron gat leyft sér að hvíla nafna sinn Pálmarsson en hann hefur verið að glíma við meiðsli í hné og báðum ökklum. Inn kom Ólafur Andrés Guðmundsson sem átti stórleik og skoraði sex falleg mörk. Strákarnir okkar gengu einfaldlega á lagið. Frábær varnarleikur og frábær vörn lagði grunninn en auk þess var sóknarleikurinn gríðarlegur öflugur. Forystan varð mest níu mörk í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 17-9, Íslandi í vil. Okkar menn gáfu ef til vill aðeins eftir í síðari hálfleik enda erfitt að halda einbeitingunni þegar staðan var orðin jafn góð og raun bar vitni auk þess sem að þetta var fjórði leikur liðsins á einni viku. Þeir gerðu þó það sem til þurfti og var sigurinn aldrei í hættu. Patrekur og lærisveinar hans náðu aðeins að laga stöðuna í síðari hálfleik en niðurstaðan engu að síður sex marka sigur sem gæti reynst mikilvægur að milliriðlakeppninni lokinni. Óhætt er að segja að allir leikmenn íslenska landsliðsins hafi spilað vel í dag. Guðjón Valur Sigurðsson nýtti sem fyrr hvert einasta skot sitt í leiknum og skoraði sjö mörk. Það gerði Þórir Ólafsson einnig en hann skoraði fimm mörk úr hinu horninu. Róbert Gunnarsson átti mjög góðan dag á línunni og skytturnar Ásgeir Örn Hallgrímsson og Rúnar Kárason náðu sér vel á strik, sem og Snorri Steinn Guðjónsson. Ísland mætir næst Makedóníu á mánudaginn en Ungverjar unnu fyrr í dag sannfærandi sigur á Makedóníu.
EM 2014 karla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Sjá meira