Ásgeir Trausti sigrar Japan Gunnar Leó Pálsson skrifar 17. janúar 2014 10:45 Ásgeir heldur áfram sigurgöngu sinni um heiminn. Fréttablaðið/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti er að gera frábæra hluti í Japan þessa dagana. Hann er í fyrsta sæti á Billboard Hot Oversea listanum í Japan með smáskífulagið King and Cross. Þá er lagið í þrettánda sæti á Billboard Japan Hot 100 listanum. Þann 15. janúar kom Ásgeir fram á EBBA-verðlaunahátíðinni í Hollandi en hann vann einnig verðlaunin. EBBA-verðlaunin eru veitt því tónlistarfólki sem þykir hafa náð framúrskarandi árangri með tónlist sinni út yfir landamæri heimalandsins. Plata Ásgeirs, In the Silence, sem hefur fengið prýðisdóma í erlendum miðlum, kemur út í Evrópu 27. janúar. Þá er hún komin í forsölu á tonlist.is með tveimur glænýjum aukalögum og þremur lögum í órafmagnaðri útgáfu. Í febrúar fer Ásgeir ásamt félögum sínum í fyrsta skipti til Asíu en þar koma þeir meðal annars fram með stórhljómsveitum á borð við Mogwai og The National. Bandaríkin eru næsti viðkomustaður á eftir Asíu en þó eru nánari staðsetningar innan Bandaríkjanna ekki staðfestar. Þegar Ásgeir og félagar hafa lokið ferð sinni um Bandaríkin halda þeir aftur til Evrópu. Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti er að gera frábæra hluti í Japan þessa dagana. Hann er í fyrsta sæti á Billboard Hot Oversea listanum í Japan með smáskífulagið King and Cross. Þá er lagið í þrettánda sæti á Billboard Japan Hot 100 listanum. Þann 15. janúar kom Ásgeir fram á EBBA-verðlaunahátíðinni í Hollandi en hann vann einnig verðlaunin. EBBA-verðlaunin eru veitt því tónlistarfólki sem þykir hafa náð framúrskarandi árangri með tónlist sinni út yfir landamæri heimalandsins. Plata Ásgeirs, In the Silence, sem hefur fengið prýðisdóma í erlendum miðlum, kemur út í Evrópu 27. janúar. Þá er hún komin í forsölu á tonlist.is með tveimur glænýjum aukalögum og þremur lögum í órafmagnaðri útgáfu. Í febrúar fer Ásgeir ásamt félögum sínum í fyrsta skipti til Asíu en þar koma þeir meðal annars fram með stórhljómsveitum á borð við Mogwai og The National. Bandaríkin eru næsti viðkomustaður á eftir Asíu en þó eru nánari staðsetningar innan Bandaríkjanna ekki staðfestar. Þegar Ásgeir og félagar hafa lokið ferð sinni um Bandaríkin halda þeir aftur til Evrópu.
Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira