Lúxusbílamerkin með 10-11% af markaðnum Finnur Thorlacius skrifar 16. janúar 2014 14:28 Mercedes Benz CLA 250 Þrátt fyrir að mikill vöxtur hafi verið í sölu bíla í Bandaríkjunum, sem bendir til ágæts efnahagslegs ástands, hafa lúxusbílaframleiðendurnir ekki aukið við hlutdeild sína. Áfram eru þeir með á bilinu 10 til 11% af heildarsölunni. Þróunin hefur verið sú að kaupendur þeirra hafa frekar valið sér jepplinga en fólksbíla. Þýsku framleiðendurnir hafa aukið nokkuð við sölu sína, þ.e. Mercedes Benz, Audi, BMW og Porsche en lúxusmerkin Lexus og Lincoln töpuðu hlutdeild. Einnig er vert að hafa í huga að tveir framleiðendur sem einnig töldust meðal þeirra, Hummer og Saab hurfu af markaðnum. Einn framleiðandi bættist þó við, rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla sem fór úr engu í 0,12% allra seldra bíla og viðbúið að það muni enn aukast. Einnig er hætt við því að nýir jepplingar lúxusbílaframleiðendanna, þ.e. Mercedes Benz GLA, Audi Q1 og Porsche Macan muni enn auka veg þeirra á kostnað fólksbíla þeirra. Það kemur í ljós á þessu ári. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent
Þrátt fyrir að mikill vöxtur hafi verið í sölu bíla í Bandaríkjunum, sem bendir til ágæts efnahagslegs ástands, hafa lúxusbílaframleiðendurnir ekki aukið við hlutdeild sína. Áfram eru þeir með á bilinu 10 til 11% af heildarsölunni. Þróunin hefur verið sú að kaupendur þeirra hafa frekar valið sér jepplinga en fólksbíla. Þýsku framleiðendurnir hafa aukið nokkuð við sölu sína, þ.e. Mercedes Benz, Audi, BMW og Porsche en lúxusmerkin Lexus og Lincoln töpuðu hlutdeild. Einnig er vert að hafa í huga að tveir framleiðendur sem einnig töldust meðal þeirra, Hummer og Saab hurfu af markaðnum. Einn framleiðandi bættist þó við, rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla sem fór úr engu í 0,12% allra seldra bíla og viðbúið að það muni enn aukast. Einnig er hætt við því að nýir jepplingar lúxusbílaframleiðendanna, þ.e. Mercedes Benz GLA, Audi Q1 og Porsche Macan muni enn auka veg þeirra á kostnað fólksbíla þeirra. Það kemur í ljós á þessu ári.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent