„Tel mig vera fallega manneskju þó ég hafi ekki lamað andlit eða stútfullar varir“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. janúar 2014 15:02 „Mig langaði bara að segja þér hversu sorgleg skilaboð mér finnst þú vera að senda íslenskum konum," segir Rósa Guðrún. „Ég er bara að reyna að vera næs," segir Ásdís Rán. „Mig langaði bara að segja þér hversu sorgleg skilaboð mér finnst þú vera að senda íslenskum konum. Ég tel mig vera fallega manneskju að innan sem utan þó ég hafi ekki lamað andlit eða stútfullar varir“ segir Rósa Guðrún Sveinsdóttir tónlistarkennari í bréfi sem hún sendi Ásdísi Rán Gunnarsdóttur um fyrirhugaðan raunveruleikaþátt sem Ásdís hyggst gera á næstunni.Fram kom á Vísi í gær að Ásdís leitar nú að húsmæðrum til að taka þátt í gerð hins nýja þáttar. Ásdís ætlar sér að bjóða einni húsmóður til þess að fara í átak og fara í fegrunaraðgerðir. Í bréfinu segir Rósa ennfremur: „Á þessum tímum þar sem stöðugt er verið að áreita fólk með skilaboðum um einhverja tilbúna ímynd sem allir eiga að líkjast finnst mér frekar að þú ættir að snúa þér að því að efla heilbrigðar ímyndir.“Er bara að reyna að vera næs„Ég er búin að fá tugi bréfa, en þetta er það eina sem er neikvætt. Aðrar konur eru himinlifandi með þetta framtak,“ útskýrir Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Hún segir bréfið ekki hafa áhrif á áætlanir hennar. Maður getur ekki gert alla ánægða en bendir þeim á sem líst ekki vel á þetta að það eru líka stór hluti heimavinnandi mæðra sem dreymir um tækifæri á að gera vel við sig.. „Pakkinn sem ég er að bjóða upp á kostar hátt í milljón. Ég mun velja eina húsmóður úr hópi umsækjenda og tríta hana eins og prinsessu. Hún fær einkaþjálfun, fegrunaraðgerðir og allt sem þarf í lífstílsbreytingu,“ útskýrir Ásdís Rán. Hún heldur áfram: „Ég er ekki að neyða neinn til neins. Ég veit bara að það er ekki ódýrt að lifa á Íslandi og það eru fullt af húsmæðrum sem forgangsraða þannig að þær eyða í heimilið og sleppa sér. Ég er bara að reyna að vera næs.“Dropinn sem fyllti mælinnRósa Guðrún segir í samtali við Vísi að hún vilji hafa áhrif á umræðuna, hún vinni með ungu fólki og sífellt sé verið að senda því röng skilaboð. „Ég þekki hana ekkert persónulega og veit í raun ekki hvað þátturinn mun snúast um. En í þessari auglýsingu fannst mér hún senda röng skilaboð, að konur ættu að vera eitthvað annað en þær eru í raun. Ég er ekki á móti lýtaaðgerðum, ef fólk er með raunverulegt lýti. En mér finnst annað þegar fólk er að troða eiturefnum í varirnar á sér og lama á sér andlitið,“ segir Rósa Guðrún. „Þessi auglýsing var bara dropinn sem fyllti mælinn,“ segir Rósa Guðrún. Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
„Mig langaði bara að segja þér hversu sorgleg skilaboð mér finnst þú vera að senda íslenskum konum. Ég tel mig vera fallega manneskju að innan sem utan þó ég hafi ekki lamað andlit eða stútfullar varir“ segir Rósa Guðrún Sveinsdóttir tónlistarkennari í bréfi sem hún sendi Ásdísi Rán Gunnarsdóttur um fyrirhugaðan raunveruleikaþátt sem Ásdís hyggst gera á næstunni.Fram kom á Vísi í gær að Ásdís leitar nú að húsmæðrum til að taka þátt í gerð hins nýja þáttar. Ásdís ætlar sér að bjóða einni húsmóður til þess að fara í átak og fara í fegrunaraðgerðir. Í bréfinu segir Rósa ennfremur: „Á þessum tímum þar sem stöðugt er verið að áreita fólk með skilaboðum um einhverja tilbúna ímynd sem allir eiga að líkjast finnst mér frekar að þú ættir að snúa þér að því að efla heilbrigðar ímyndir.“Er bara að reyna að vera næs„Ég er búin að fá tugi bréfa, en þetta er það eina sem er neikvætt. Aðrar konur eru himinlifandi með þetta framtak,“ útskýrir Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Hún segir bréfið ekki hafa áhrif á áætlanir hennar. Maður getur ekki gert alla ánægða en bendir þeim á sem líst ekki vel á þetta að það eru líka stór hluti heimavinnandi mæðra sem dreymir um tækifæri á að gera vel við sig.. „Pakkinn sem ég er að bjóða upp á kostar hátt í milljón. Ég mun velja eina húsmóður úr hópi umsækjenda og tríta hana eins og prinsessu. Hún fær einkaþjálfun, fegrunaraðgerðir og allt sem þarf í lífstílsbreytingu,“ útskýrir Ásdís Rán. Hún heldur áfram: „Ég er ekki að neyða neinn til neins. Ég veit bara að það er ekki ódýrt að lifa á Íslandi og það eru fullt af húsmæðrum sem forgangsraða þannig að þær eyða í heimilið og sleppa sér. Ég er bara að reyna að vera næs.“Dropinn sem fyllti mælinnRósa Guðrún segir í samtali við Vísi að hún vilji hafa áhrif á umræðuna, hún vinni með ungu fólki og sífellt sé verið að senda því röng skilaboð. „Ég þekki hana ekkert persónulega og veit í raun ekki hvað þátturinn mun snúast um. En í þessari auglýsingu fannst mér hún senda röng skilaboð, að konur ættu að vera eitthvað annað en þær eru í raun. Ég er ekki á móti lýtaaðgerðum, ef fólk er með raunverulegt lýti. En mér finnst annað þegar fólk er að troða eiturefnum í varirnar á sér og lama á sér andlitið,“ segir Rósa Guðrún. „Þessi auglýsing var bara dropinn sem fyllti mælinn,“ segir Rósa Guðrún.
Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira