Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 27-27 | Svekkjandi jafntefli gegn Ungverjum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. janúar 2014 14:14 mynd / daníel Ísland varð að sætta sig við jafntefli gegn Ungverjum á EM í handbolta og náði þar með ekki að hefna fyrir tapið sára á Ólympíuleikunum í London. Ísland er þó öruggt áfram í milliriðlakeppnina. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en Rúnar Kárason kom Íslandi yfir þegar rúm mínúta var eftir af leiknum með frábæru marki úr horninu. Ungverjar héldu í sókn, einum færri, og lentu í miklu basli gegn vörninni. En þeir höfðu skorað ítrekað úr leiknum með langskotum og náðu að jafna leikinn með einu slíku þegar rúmar tíu sekúndur voru eftir.Aron Pálmarsson var þá rekinn af velli fyrir hrindingu og Aron Kristjánsson tók leikhlé þegar átta sekúndur voru eftir. Strákarnir héldu í sókn, Ásgeir Örn Hallgrímsson skaut strax en í ungversku vörnina og leiktíminn rann út. Niðurstaðan því svekkjandi jafntefli því strákarnir voru með leikinn í höndum sér. Leikurinn var þó kaflaskiptur og Ungverjar voru lengi vel með væna forystu. En alltaf náðu strákarnir að koma til baka og áttu sem fyrr segir góðan möguleika á að sigla sigrinum í höfn. Fyrri hálfleikur var ekki góður, sérstaklega í vörninni. Ungverjar skoruðu nánast að vild að utan og markvarslan hrökk ekki í gang fyrr en að Aron Rafn Eðvarðsson kom inn á fyrir Björgvin Pál Gústavsson. Bjarki Már Gunnarsson kom einnig inn á og þétti það vörnina til muna. Ungverjar skoruðu fyrsta mark síðari hálfleiks en þá tóku strákarnir völdin í sínar hendur. Ísland skoraði fjögur mörk í röð - Ungverjar svöruðu hins vegar með 4-1 kafla og leikurinn í járnum eftir það. Aron Rafn átti flottan síðari hálfleik og liðið átti fína kafla. En það var engu að síður heilmikið sem hefði mátt fara betur. Mest áberandi var hversu illa gekk að nýta yfirtöluna en Ungverjar fengu átta brottvísanir í leiknum gegn fjórum hjá Íslandi. Ísland komst í raun aldrei á almennilegt skrið þrátt fyrir að það hefði komið nokkrir ágætir kaflar inn á milli. Það var mikil taugaspenna í leiknum sem sást einna best á því að bæði lið gerðu nokkuð mörg mistök. Aron Pálmarsson náði sér vel á strik eftir að hafa tapað boltanum nokkrum sinnum í upphafi leiks. Hann skoraði átta mörk, mörg hver glæsileg. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm ágæt mörk og Rúnar fjögur eftir að hafa leyst Þóri af í horninu.Gabor Ancsin skoraði sjö mörk fyrir Ungverja, þar af fimm í fyrri hálfleik. Roland Mikler var öflugur í markinu í fyrri hálfleik en markvarsla þeirra hrundi svo í síðari hálfleik. Ísland er nú með þrjú stig í B-riðli og ljóst að það mun duga til að komast áfram. Ungverjaland er með eitt stig og Noregur ekkert, en liðið mætir Spáni á eftir. Það er þó ljóst að Ungverjaland og Noregur, sem mætast á fimmtudaginn, geta ekki bæði náð Íslandi að stigum. EM 2014 karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Sjá meira
Ísland varð að sætta sig við jafntefli gegn Ungverjum á EM í handbolta og náði þar með ekki að hefna fyrir tapið sára á Ólympíuleikunum í London. Ísland er þó öruggt áfram í milliriðlakeppnina. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en Rúnar Kárason kom Íslandi yfir þegar rúm mínúta var eftir af leiknum með frábæru marki úr horninu. Ungverjar héldu í sókn, einum færri, og lentu í miklu basli gegn vörninni. En þeir höfðu skorað ítrekað úr leiknum með langskotum og náðu að jafna leikinn með einu slíku þegar rúmar tíu sekúndur voru eftir.Aron Pálmarsson var þá rekinn af velli fyrir hrindingu og Aron Kristjánsson tók leikhlé þegar átta sekúndur voru eftir. Strákarnir héldu í sókn, Ásgeir Örn Hallgrímsson skaut strax en í ungversku vörnina og leiktíminn rann út. Niðurstaðan því svekkjandi jafntefli því strákarnir voru með leikinn í höndum sér. Leikurinn var þó kaflaskiptur og Ungverjar voru lengi vel með væna forystu. En alltaf náðu strákarnir að koma til baka og áttu sem fyrr segir góðan möguleika á að sigla sigrinum í höfn. Fyrri hálfleikur var ekki góður, sérstaklega í vörninni. Ungverjar skoruðu nánast að vild að utan og markvarslan hrökk ekki í gang fyrr en að Aron Rafn Eðvarðsson kom inn á fyrir Björgvin Pál Gústavsson. Bjarki Már Gunnarsson kom einnig inn á og þétti það vörnina til muna. Ungverjar skoruðu fyrsta mark síðari hálfleiks en þá tóku strákarnir völdin í sínar hendur. Ísland skoraði fjögur mörk í röð - Ungverjar svöruðu hins vegar með 4-1 kafla og leikurinn í járnum eftir það. Aron Rafn átti flottan síðari hálfleik og liðið átti fína kafla. En það var engu að síður heilmikið sem hefði mátt fara betur. Mest áberandi var hversu illa gekk að nýta yfirtöluna en Ungverjar fengu átta brottvísanir í leiknum gegn fjórum hjá Íslandi. Ísland komst í raun aldrei á almennilegt skrið þrátt fyrir að það hefði komið nokkrir ágætir kaflar inn á milli. Það var mikil taugaspenna í leiknum sem sást einna best á því að bæði lið gerðu nokkuð mörg mistök. Aron Pálmarsson náði sér vel á strik eftir að hafa tapað boltanum nokkrum sinnum í upphafi leiks. Hann skoraði átta mörk, mörg hver glæsileg. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm ágæt mörk og Rúnar fjögur eftir að hafa leyst Þóri af í horninu.Gabor Ancsin skoraði sjö mörk fyrir Ungverja, þar af fimm í fyrri hálfleik. Roland Mikler var öflugur í markinu í fyrri hálfleik en markvarsla þeirra hrundi svo í síðari hálfleik. Ísland er nú með þrjú stig í B-riðli og ljóst að það mun duga til að komast áfram. Ungverjaland er með eitt stig og Noregur ekkert, en liðið mætir Spáni á eftir. Það er þó ljóst að Ungverjaland og Noregur, sem mætast á fimmtudaginn, geta ekki bæði náð Íslandi að stigum.
EM 2014 karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Sjá meira