Rifist um RIFF Jakob Bjarnar skrifar 14. janúar 2014 11:00 Einar Örn segir faghóp einfaldlega hafa metið það svo að önnur umsókn hafi verið betri en hin en RIFF-liðar eru ósáttir. Stjórn RIFF harmar þá ákvörðun Menningar-og ferðamálaráðs að hætta styrkveitingu til Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík – RIFF – eftir 10 ára farsælt samstarf um uppbyggingu hátíðarinnar á alþjóðavettvangi. Þetta kemur fram í grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Einar Örn Benediktsson er formaður ráðsins. Hvað réði þessari ákvörðun? „Það voru tvær umsóknir til að halda kvikmyndahátíð í Reykjavík. Þær fóru fyrir faghóp Bandalags íslenskra listamanna sem kemur með tillögur að styrkveitingum. Það vildi þannig til að umsókn RIFF fékk ekki hljómgrunn. Þetta er byggt á faglegum forsendum; önnur umsóknin þótti vera betri og við samþykktum það,“ segir Einar Örn.Átta milljónir í nýja kvikmyndahátíð RIFF fékk í fyrra 9 milljóna króna styrk til að halda kvikmyndahátíð sína en hin nýja kvikmyndahátíð, Kvikmyndahátíð í Reykjavík, fær 8 milljónir frá borginni. Í greininni, sem meðal annars framkvæmdastjóri RIFF, Hrönn Marínósdóttir auk þeirra Baltasars Kormáks og Elísabetar Ronaldsdóttur og fleiri stjórnarmanna skrifa undir, er talað um að miklu uppbyggingarstarfi, þekkingu og verðmætum sé kastað á glæ með ákvörðuninni, og engin haldbær rök séu fyrir því að Reykjavíkurborg hefji frá grunni uppbyggingu á nýrri alþjóðlegri kvikmyndahátíð í stað þess að styðja RIFF áfram. „Þegar faghópur BÍL fer yfir þessar umsóknir leggur hann faglegt mat á það. Þeirra faglega mat er að þessu fé sé betur komið annars staðar,“ segir Einar Örn.Djúpstæður ágreiningur undirliggjandi Vísir hefur undir höndum bréf sem Heimili kvikmyndanna sendi fagaðilum þar sem útskýrð er ákvörðunin sem liggur að baki því að send var inn umsókn um nýja kvikmyndahátíð, Kvikmyndahátíð í Reykjavík, en þar segir að hún ákvörðun um umsóknina hafi verið tekin í haust „þegar ljóst var að RIFF myndi ekki vera með sína starfsemi í Bíó Paradís vegna viðskiptalegra forsendna eiganda RIFF.“ Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að endurskoðuð yrði sú ákvörðun að RIFF fengi ekki styrk hafi verið felld á fundi menningar- og ferðamálaráðs í gær. Einar Örn heldur sig við að faglegt álit fulltrúa BÍL hafi algerlega ráðið för. „Hiklaust hefur verið farið eftir tillögum frá faghópi. Með því erum við að fjarlægjast það að einhverjar geðþóttaákvarðanir ráði; listamenn meta hvar fénu er best komið,“ segir Einar Örn. RIFF-hátíðin hefur verið umdeild eins og til að mynda má sjá í þessari frétt DV, þar sem talað er um svarta skýrslu. Þannig hefur komið til tals misræmi milli fullyrðinga um aðsókn og svo tekjur af miðasölu. Í því samhengi nefnir Einar að talað hafi verið um 30 þúsund gesti en þegar litið er til uppgjörs miðasölu í ársreikningi, að þar séu 14 milljónir, telja menn það trauðla standast. Einar Örn bendir mönnum á að reikna en hafnar því þó að ákvörðunin um að beina styrk til kvikmyndahátíðar annað en til RIFF hafi nokkuð með ágreining að gera. „Þetta eru málefnin frekar en mennirnir. Ef þetta er niðurstaða faghópsins þá hlýtur maður að fara eftir henni.“ Menning Mest lesið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Stjórn RIFF harmar þá ákvörðun Menningar-og ferðamálaráðs að hætta styrkveitingu til Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík – RIFF – eftir 10 ára farsælt samstarf um uppbyggingu hátíðarinnar á alþjóðavettvangi. Þetta kemur fram í grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Einar Örn Benediktsson er formaður ráðsins. Hvað réði þessari ákvörðun? „Það voru tvær umsóknir til að halda kvikmyndahátíð í Reykjavík. Þær fóru fyrir faghóp Bandalags íslenskra listamanna sem kemur með tillögur að styrkveitingum. Það vildi þannig til að umsókn RIFF fékk ekki hljómgrunn. Þetta er byggt á faglegum forsendum; önnur umsóknin þótti vera betri og við samþykktum það,“ segir Einar Örn.Átta milljónir í nýja kvikmyndahátíð RIFF fékk í fyrra 9 milljóna króna styrk til að halda kvikmyndahátíð sína en hin nýja kvikmyndahátíð, Kvikmyndahátíð í Reykjavík, fær 8 milljónir frá borginni. Í greininni, sem meðal annars framkvæmdastjóri RIFF, Hrönn Marínósdóttir auk þeirra Baltasars Kormáks og Elísabetar Ronaldsdóttur og fleiri stjórnarmanna skrifa undir, er talað um að miklu uppbyggingarstarfi, þekkingu og verðmætum sé kastað á glæ með ákvörðuninni, og engin haldbær rök séu fyrir því að Reykjavíkurborg hefji frá grunni uppbyggingu á nýrri alþjóðlegri kvikmyndahátíð í stað þess að styðja RIFF áfram. „Þegar faghópur BÍL fer yfir þessar umsóknir leggur hann faglegt mat á það. Þeirra faglega mat er að þessu fé sé betur komið annars staðar,“ segir Einar Örn.Djúpstæður ágreiningur undirliggjandi Vísir hefur undir höndum bréf sem Heimili kvikmyndanna sendi fagaðilum þar sem útskýrð er ákvörðunin sem liggur að baki því að send var inn umsókn um nýja kvikmyndahátíð, Kvikmyndahátíð í Reykjavík, en þar segir að hún ákvörðun um umsóknina hafi verið tekin í haust „þegar ljóst var að RIFF myndi ekki vera með sína starfsemi í Bíó Paradís vegna viðskiptalegra forsendna eiganda RIFF.“ Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að endurskoðuð yrði sú ákvörðun að RIFF fengi ekki styrk hafi verið felld á fundi menningar- og ferðamálaráðs í gær. Einar Örn heldur sig við að faglegt álit fulltrúa BÍL hafi algerlega ráðið för. „Hiklaust hefur verið farið eftir tillögum frá faghópi. Með því erum við að fjarlægjast það að einhverjar geðþóttaákvarðanir ráði; listamenn meta hvar fénu er best komið,“ segir Einar Örn. RIFF-hátíðin hefur verið umdeild eins og til að mynda má sjá í þessari frétt DV, þar sem talað er um svarta skýrslu. Þannig hefur komið til tals misræmi milli fullyrðinga um aðsókn og svo tekjur af miðasölu. Í því samhengi nefnir Einar að talað hafi verið um 30 þúsund gesti en þegar litið er til uppgjörs miðasölu í ársreikningi, að þar séu 14 milljónir, telja menn það trauðla standast. Einar Örn bendir mönnum á að reikna en hafnar því þó að ákvörðunin um að beina styrk til kvikmyndahátíðar annað en til RIFF hafi nokkuð með ágreining að gera. „Þetta eru málefnin frekar en mennirnir. Ef þetta er niðurstaða faghópsins þá hlýtur maður að fara eftir henni.“
Menning Mest lesið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira