Sjóræningjaútgáfa af Walter Mitty rakin til Óskarskynnis Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. janúar 2014 16:32 The Secret Life of Walter Mitty var tekin að stórum hluta hér á landi. mynd/getty Sjóræningaútgáfa af kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty sem sett hefur verið inn á skráarskiptisíður er merkt sjónvarpsþættinum The Ellen DeGeneres Show. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi 20th Century Fox-kvikmyndaversins við tímaritið Variety. Hann segir að svo virðist sem vatnsmerki sem notað er til að rekja eintök kvikmynda til eigenda þeirra sé ósvikið, en 20th Century Fox sendi eintak til sjónvarpsþáttarins síðasta haust. Framleiðendur þáttarins segjast ekki vissir um hvort umræddu eintaki myndarinnar hafi verið „lekið“ en málið er í rannsókn innan herbúða DeGeneres og er litið alvarlegum augum. „Við gerum allt sem við getum til þess að tryggja að efni sem okkur er sent sé öruggt,“ segja framleiðendurnir og bæta því við að aldrei fyrr hafi kynningarefni frá þeim lekið á internetið. Málið er einkar óheppilegt í ljósi þess að DeGeneres er aðalkynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni þann 2. mars, helstu verðlaunahátíðar kvikmyndabransans í Bandaríkjunum. Talsmaður Fox tekur þó fram að ekki sé um Óskarsverðlaunaeintak að ræða, svokallað „screener“-eintak, en slíkum eintökum er dreift til meðlima Óskarsakademíunnar og annarra sem að hátíðinni koma. Þau eintök séu merkt á öðruvísi hátt. Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Sjóræningaútgáfa af kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty sem sett hefur verið inn á skráarskiptisíður er merkt sjónvarpsþættinum The Ellen DeGeneres Show. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi 20th Century Fox-kvikmyndaversins við tímaritið Variety. Hann segir að svo virðist sem vatnsmerki sem notað er til að rekja eintök kvikmynda til eigenda þeirra sé ósvikið, en 20th Century Fox sendi eintak til sjónvarpsþáttarins síðasta haust. Framleiðendur þáttarins segjast ekki vissir um hvort umræddu eintaki myndarinnar hafi verið „lekið“ en málið er í rannsókn innan herbúða DeGeneres og er litið alvarlegum augum. „Við gerum allt sem við getum til þess að tryggja að efni sem okkur er sent sé öruggt,“ segja framleiðendurnir og bæta því við að aldrei fyrr hafi kynningarefni frá þeim lekið á internetið. Málið er einkar óheppilegt í ljósi þess að DeGeneres er aðalkynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni þann 2. mars, helstu verðlaunahátíðar kvikmyndabransans í Bandaríkjunum. Talsmaður Fox tekur þó fram að ekki sé um Óskarsverðlaunaeintak að ræða, svokallað „screener“-eintak, en slíkum eintökum er dreift til meðlima Óskarsakademíunnar og annarra sem að hátíðinni koma. Þau eintök séu merkt á öðruvísi hátt.
Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira