Samkvæmt Ekstra Bladet í Danmörku hefur rússneska félagið Krasnodar gert FC Kaupmannahöfn tilboð í landsliðsmanninn Ragnar Sigurðsson.
FCK staðfesti í gær að félagið hefði fengið tilboð í Ragnar en í morgun var fullyrt að tilboðið væri upp á 800 milljónir króna.
Krasnodar er í sjötta sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar með 33 stig eftir nítján umferðir. Liðið er sjö stigum á eftir toppliðum Zenit og Lokomotiv Moskvu.
Alls eru leikmenn frá tólf löndum í leikmannahópi Krasnodar. Félagið keypti sænska landsliðsmanninn Andreas Granqvist í sumar frá Genoa á Ítalíu og þá eru fjórir Brasilíumenn á mála hjá því.
Félagið er í eigu Sergei Galitsky sem er í hópi 20 auðugustu manna Rússlands. Eigur hans samkvæmt Forbes-viðskiptaritinu voru metnar á tæpa þúsund milljarða króna.
Moldríkur Rússi hefur áhuga á Ragnari
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn




Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn