Handbolti

Ásgeir Örn langt kominn í samningaviðræðum við Nimes

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásgeir Örn Hallgrímsson.
Ásgeir Örn Hallgrímsson. Vísir/Daníel
Ásgeir Örn Hallgrímsson er væntanlega á leið í nýtt félag í franska handboltanum en á heimasíðu Nîmes kemur fram að íslenski landsliðsmaðurinn sé búinn að semja við félagið.

Ásgeir Örn staðfesti viðræður í samtali við mbl.is en sagðist ekki vera búinn að skrifa undir. Ásgeir vill losna frá Paris þar sem hann fær lítið að spreyta sig.

Ásgeir Örn mun gera þriggja ára samning við Nimes samkvæmt umræddri frétt á heimasíðu félagsins en hann hefur spilað með franska meistaraliðinu Paris SG undanfarin tvö tímabil.

Ásgeir Örn Hallgrímsson stóð sig frábærlega með íslenska handboltalandsliðinu á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku og varð annar markahæsti leikmaður liðsins.

Nimes hefur góða reynslu af íslenskum leikmönnum en Ragnar Óskarsson spilaði með liðinu á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×