Flaming Lips á Iceland Airwaves Jakob Bjarnar skrifar 29. janúar 2014 12:00 Flaming Lips eru meðal þeirra listamanna sem troða upp á Iceland Airwaves. Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu nú rétt í þessu fyrstu 18 listamennina sem koma fram á hátíðinni í ár en þeirra á meðal er bandaríska sveitin Flaming Lips sem loka mun hátíðinni sunnudaginn 9. nóvember í Valsheimilinu að Hlíðarenda. „Það er gríðarlegur fengur í Flaming Lips - læfsjóvið þeirra er með því allra magnaðasta sem er í boði í dag. Wayne Coyne og félagar feta ekki alltaf troðnar slóðir en njóta fyrir vikið ómældrar virðingar,“ segir Grímur Atlason framkvæmdastjóri Iceland Airwaves í samtali við Vísi. Og heldur áfram: „Í erlendu deildinni erum við að kynna til leiks mörg spútnikin sem eiga án efa eftir að gera stóra hluti í nánustu framtíð. Það er frábært til dæmis að fá hingað Jungle sem hefur verið að vekja mikla athygli að undanförnu. Persónulega er ég líka gríðarlega spenntur að sjá Suður Afrísku hljómsveitina John Wizards sem er í miklu uppáhaldi þessa dagana hjá mér.“ Grímur segir að hinir íslensku listamenn sem taka þátt séu gríðarlega öflugir og margir hverjir hafa vakið verðskuldaða athygli að undanförnu. „Erlendis fara menn líka strax í að skoða íslensku bönd sem við erum að tilkynna – og það á sérstaklega við um nýja listamenn sem hafa ekki komið fram áður.“ Að sögn Gríms gengur miðasala vel og þegar hafa hátt í þúsund miðar verið seldir erlendis. Sem má heita gott því hátíðin fer fram í byrjun nóvember næstkomandi; það er tæpt ár í hátíðina. Hljómsveitirnar sem kynntar eru til leiks nú eru: East India Youth (UK), Samaris, Jungle (UK), Mammút, La Femme (FR), Grísalappalísa, Vök, Jaakko Eino Kalevi (FI), Hermigervill, Tiny Ruins (NZ), Muck, Snorri Helgason, Tonik, John Wizards (ZA), Blaenavon (UK), Just Another Snake Cult og Highlands. Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu nú rétt í þessu fyrstu 18 listamennina sem koma fram á hátíðinni í ár en þeirra á meðal er bandaríska sveitin Flaming Lips sem loka mun hátíðinni sunnudaginn 9. nóvember í Valsheimilinu að Hlíðarenda. „Það er gríðarlegur fengur í Flaming Lips - læfsjóvið þeirra er með því allra magnaðasta sem er í boði í dag. Wayne Coyne og félagar feta ekki alltaf troðnar slóðir en njóta fyrir vikið ómældrar virðingar,“ segir Grímur Atlason framkvæmdastjóri Iceland Airwaves í samtali við Vísi. Og heldur áfram: „Í erlendu deildinni erum við að kynna til leiks mörg spútnikin sem eiga án efa eftir að gera stóra hluti í nánustu framtíð. Það er frábært til dæmis að fá hingað Jungle sem hefur verið að vekja mikla athygli að undanförnu. Persónulega er ég líka gríðarlega spenntur að sjá Suður Afrísku hljómsveitina John Wizards sem er í miklu uppáhaldi þessa dagana hjá mér.“ Grímur segir að hinir íslensku listamenn sem taka þátt séu gríðarlega öflugir og margir hverjir hafa vakið verðskuldaða athygli að undanförnu. „Erlendis fara menn líka strax í að skoða íslensku bönd sem við erum að tilkynna – og það á sérstaklega við um nýja listamenn sem hafa ekki komið fram áður.“ Að sögn Gríms gengur miðasala vel og þegar hafa hátt í þúsund miðar verið seldir erlendis. Sem má heita gott því hátíðin fer fram í byrjun nóvember næstkomandi; það er tæpt ár í hátíðina. Hljómsveitirnar sem kynntar eru til leiks nú eru: East India Youth (UK), Samaris, Jungle (UK), Mammút, La Femme (FR), Grísalappalísa, Vök, Jaakko Eino Kalevi (FI), Hermigervill, Tiny Ruins (NZ), Muck, Snorri Helgason, Tonik, John Wizards (ZA), Blaenavon (UK), Just Another Snake Cult og Highlands.
Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira