Er Ford Focus mest seldi bíll heims? Finnur Thorlacius skrifar 28. janúar 2014 16:56 Ford Focus. Aol Autos Ford hefur sent frá sér þær upplýsingar að Ford Focus bíllinn sé sú einstaka bílgerð sem seldist mest í heiminum í fyrra, eins og árið á undan. Að vísu byggja þessar upplýsingar á tölum frá janúar til loka september, en á því tímabili seldust 856.587 Ford Focus bílar. Ef sú tala er framlengd til loka ársins hefði Focus selst í 1.142.116 eintökum í fyrra, en þessir útreikningar eru frá greinarritara. Samkvæmt upplýsingunum frá Ford er næst mest seldi einstaka bíllinn Toyota Corolla, en Toyota fyrirtækið segir reyndar að sá bíll, sé sá mest seldi í heiminum í fyrra. Því er alls ekki hægt að treysta þessari fullyrðingu frá Ford fyrr en nákvæmar tölur liggja fyrir frá fyrirtækjunum báðum. Báðir þessir bílar keppa í sama flokki smærri fjölskyldubíla, í samkeppni við bíla eins og Honda Civic, Hyundai Elantra og Chevrolet Cruze sem allir seljast einnig vel um allan heim. Allir kosta þeir undir 20.000 dollurum í Bandaríkjunum. Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent
Ford hefur sent frá sér þær upplýsingar að Ford Focus bíllinn sé sú einstaka bílgerð sem seldist mest í heiminum í fyrra, eins og árið á undan. Að vísu byggja þessar upplýsingar á tölum frá janúar til loka september, en á því tímabili seldust 856.587 Ford Focus bílar. Ef sú tala er framlengd til loka ársins hefði Focus selst í 1.142.116 eintökum í fyrra, en þessir útreikningar eru frá greinarritara. Samkvæmt upplýsingunum frá Ford er næst mest seldi einstaka bíllinn Toyota Corolla, en Toyota fyrirtækið segir reyndar að sá bíll, sé sá mest seldi í heiminum í fyrra. Því er alls ekki hægt að treysta þessari fullyrðingu frá Ford fyrr en nákvæmar tölur liggja fyrir frá fyrirtækjunum báðum. Báðir þessir bílar keppa í sama flokki smærri fjölskyldubíla, í samkeppni við bíla eins og Honda Civic, Hyundai Elantra og Chevrolet Cruze sem allir seljast einnig vel um allan heim. Allir kosta þeir undir 20.000 dollurum í Bandaríkjunum.
Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent