Handbolti

Nýtt stórveldi í handboltanum að fæðast í Makedóníu?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nikola Karabatic, besti leikmaður EM, með bikarinn eftir sigur Frakka.
Nikola Karabatic, besti leikmaður EM, með bikarinn eftir sigur Frakka. Vísir/AFP
HC Vardar frá Makedóníu gæti orðið nýtt stórveldi í handboltaheiminum séu fréttir frá Makedóníu sannar um stórhuga eiganda félagsins sem er að reyna að fá til liðsins fjóra af öflugustu handboltamönnum heimsins.

Samkvæmt frétt í Makedoniski Sport þá ætlar nýr eigandi HC Vardar að kaupa fjóra stjörnuleikmenn frá Barcelona en það eru þeir Siarhei Rutenka, Nikola Karabatic, Arpad Sterbik og Kiril Lazarov.

Það gæti þó kostað sitt að fá þessa kappa. Samningur Siarhei Rutenka rennur út sumarið 2016 og þeir Nikola Karabatic og Arpad Sterbik eru með samning til 2017. Kiril Lazarov er síðan með samning til sumarsins 2015.

Sergey Samsonenko, nýr eigandi HC Vardar, er þegar búinn að setja saman eitt besta kvennalið í heimi og nú ætlar hann að leika sama leik í karlaboltanum.

Frægustu leikmenn liðsins í dag eru líklega rússneski hornamaðurinn Timur Dibirov og Alex Dujshebaev, 21 árs sonur Talant Dujshebaev.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×