Veldu besta frasa íslenskrar kvikmyndasögu 28. janúar 2014 15:45 Bryddað er upp á þeirri nýbreytni á Edduverðlaunahátíðinni í ár að láta áhorfendur kjósa um fleygar setningar úr íslenskri kvikmyndasögu. Sérstök valnefnd á vegum Eddunnar fór í gegnum nokkra tugi fleygra frasa úr kvikmyndum framleiddum fyrir árið 2000 og valdi 20 þekktar setningar. Almenningur er beðinn um að velja þá frasa sem standa upp úr á listanum hér fyrir neðan. Eftir standa fimm fleygar setningar sem áhorfendur kjósa á milli í símakosningu meðan á beinni útsendingu Edduhátíðarinnar stendur. Forkosningin hér á Vísi stendur í tvær vikur og lýkur á miðnætti, mánudaginn 10. febrúar. Lesendur Vísis eru hvattir til að taka þátt í þessu skemmtilega vali. Hver og einn getur valið allt frá einum upp í fimm frasa. Það er gert með því að ýta á þá og ljóma áður en ýtt er á Kjósa-hnappinn. Hægt er að horfa á myndbrot með öllum þessum setningum í spilaranum hér fyrir ofan og jafnframt er hægt að horfa á allar þessar kvikmyndir á vefnum Icelandic Cinema Online sem er efnisveita á netinu sem býður upp á íslenskt kvikmyndaefni. Edduhátíðin verður haldin laugardaginn 22. febrúar í Hörpu og verður hún í opinni dagskrá á Stöð 2 og hér á Vísi. Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Bryddað er upp á þeirri nýbreytni á Edduverðlaunahátíðinni í ár að láta áhorfendur kjósa um fleygar setningar úr íslenskri kvikmyndasögu. Sérstök valnefnd á vegum Eddunnar fór í gegnum nokkra tugi fleygra frasa úr kvikmyndum framleiddum fyrir árið 2000 og valdi 20 þekktar setningar. Almenningur er beðinn um að velja þá frasa sem standa upp úr á listanum hér fyrir neðan. Eftir standa fimm fleygar setningar sem áhorfendur kjósa á milli í símakosningu meðan á beinni útsendingu Edduhátíðarinnar stendur. Forkosningin hér á Vísi stendur í tvær vikur og lýkur á miðnætti, mánudaginn 10. febrúar. Lesendur Vísis eru hvattir til að taka þátt í þessu skemmtilega vali. Hver og einn getur valið allt frá einum upp í fimm frasa. Það er gert með því að ýta á þá og ljóma áður en ýtt er á Kjósa-hnappinn. Hægt er að horfa á myndbrot með öllum þessum setningum í spilaranum hér fyrir ofan og jafnframt er hægt að horfa á allar þessar kvikmyndir á vefnum Icelandic Cinema Online sem er efnisveita á netinu sem býður upp á íslenskt kvikmyndaefni. Edduhátíðin verður haldin laugardaginn 22. febrúar í Hörpu og verður hún í opinni dagskrá á Stöð 2 og hér á Vísi.
Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein