Golf

Óþarfi að örvænta segir þjálfari Woods

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Tiger Woods var langt frá sínu besta í gær.
Tiger Woods var langt frá sínu besta í gær. vísir/AP
Þjálfari Tiger Woods segir að það sé óþarfi fyrir aðdáendur hans að örvænta þrátt fyrir skelfilega byrjun á árinu. Woods féll úr leik á Farmers Insurance mótinu á PGA-mótaröðinni í gær. Woods lék þriðja hringinn í mótinu á 79 höggum sem er einn versti hringur hans á ferlinum.

Woods virkaði mjög ryðgaður og þarf að bæta sig mikið fyrir Dubai Desert Classic mótið sem hann tekur þátt í um næstu helgi.

Sean Foley, þjálfari Woods, hefur ekki áhyggjur þrátt fyrir slæma byrjun. „Þetta voru aðeins þrír dagar á löngu ári. Mér líkar það sem ég sé á æfingum. Við höldum áfram að vinna og sjáum hvert það fleytir okkur,“ sagði Foley.

Slæmt gengi Woods í mótinu kom nokkuð á óvart enda hefur honum gengið sérlega vel á Torrey Pines golfsvæðinu þar sem mótið fer fram. Hann átti titil að verja í mótinu og hefur átta sinnum staðið uppi sem sigurvegari á Torrey Pines. Þar sigraði Woods í sínu síðasta risamóti árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×