Toyota leitar að flottum jeppum Finnur Thorlacius skrifar 24. janúar 2014 15:57 Frá jeppasýningu Toyota í fyrra. Laugardaginn 15. febrúar heldur Toyota Kauptúni árlega jeppasýningu sína í fjórða sinn. Jeppasýningar Toyota hafa verið best sóttu sýningar Toyota undanfarin ár enda eru Íslendingar mikil jeppaþjóð. Á sýningunni verður fjölbreytt úrval nýrra jeppa en einnig er leitað til eigenda Toyotajeppa sem yfirleitt eru meira en fúsir til að lána bíla sína á sýninguna. Ábendingar um áhugaverða Toyotajeppa eru vel þegnar og eru þeir sem vita af spennandi eintökum beðnir að koma ábendingum til Toyota á netfangið jeppar@toyota.is. Myndir eru einnig vel þegnar. Leitað er að breyttum sem óbreyttum bílum og þó alltaf sé gaman að fínum og glansandi bílum eru þeir sem bera merki mikillar notkunar einnig vel þegnir. Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent
Laugardaginn 15. febrúar heldur Toyota Kauptúni árlega jeppasýningu sína í fjórða sinn. Jeppasýningar Toyota hafa verið best sóttu sýningar Toyota undanfarin ár enda eru Íslendingar mikil jeppaþjóð. Á sýningunni verður fjölbreytt úrval nýrra jeppa en einnig er leitað til eigenda Toyotajeppa sem yfirleitt eru meira en fúsir til að lána bíla sína á sýninguna. Ábendingar um áhugaverða Toyotajeppa eru vel þegnar og eru þeir sem vita af spennandi eintökum beðnir að koma ábendingum til Toyota á netfangið jeppar@toyota.is. Myndir eru einnig vel þegnar. Leitað er að breyttum sem óbreyttum bílum og þó alltaf sé gaman að fínum og glansandi bílum eru þeir sem bera merki mikillar notkunar einnig vel þegnir.
Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent