„Þetta tónleikaferðalag verður það síðasta í bili þar sem Tom, Max, Jay, Siva og Nathan hafa ákveðið í sameiningu að taka sér frí. Hljómsveitin vill undirstrika að hún haldi áfram sem The Wanted og hlakkar strákana til að takast á við fleiri verkefni í framtíðinni,“ segir í tilkynningu sveitarinnar.
The Wanted var mynduð árið 2009 og hefur sveitin gefið út þrjár plötur - The Wanted árið 2010, Battleground árið 2011 og Word of Mouth í fyrra.