Eigandi NASCAR liðs með lið í Formúlu 1 Finnur Thorlacius skrifar 24. janúar 2014 10:45 NASCAR keppni í Bandaríkjunum. Stærsta ökukeppni Bandaríkjanna er NASCAR mótaröðin og eigandi eins keppnisliðs þar, Gene Haas, hefur nú hug á því að senda lið í Formúlu 1 keppninni keppnistímabilið 2015 og 2016. Hann hefur tíma fram til 10. febrúar að ákveða sig og sækja formlega um keppnisleyfi. Það verður síðan 28. febrúar sem þau keppnislið sem taka þátt það keppnistímabilið verða formlega kynnt. Því er ekki langur tími til stefnu fyrir Gene Haas að taka endanlega ákvörðun, en mjög dýrt að taka þátt í keppninni og eins gott að vera kominn með fjársterka aðila með sér og auglýsendur. Bílatímaritið Auto Motor und Sport greindi frá þessu í vikunni og samkvæmt heimildarmanni þeirra gætu keppnisbílar Haas verið með Ferrari vélar. Auk þess er líklegt að Günther Steiner, fyrrum tæknistjóri red Bull liðsins, verði liðsstjóri. Gene Haas á fréttamannafundi. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent
Stærsta ökukeppni Bandaríkjanna er NASCAR mótaröðin og eigandi eins keppnisliðs þar, Gene Haas, hefur nú hug á því að senda lið í Formúlu 1 keppninni keppnistímabilið 2015 og 2016. Hann hefur tíma fram til 10. febrúar að ákveða sig og sækja formlega um keppnisleyfi. Það verður síðan 28. febrúar sem þau keppnislið sem taka þátt það keppnistímabilið verða formlega kynnt. Því er ekki langur tími til stefnu fyrir Gene Haas að taka endanlega ákvörðun, en mjög dýrt að taka þátt í keppninni og eins gott að vera kominn með fjársterka aðila með sér og auglýsendur. Bílatímaritið Auto Motor und Sport greindi frá þessu í vikunni og samkvæmt heimildarmanni þeirra gætu keppnisbílar Haas verið með Ferrari vélar. Auk þess er líklegt að Günther Steiner, fyrrum tæknistjóri red Bull liðsins, verði liðsstjóri. Gene Haas á fréttamannafundi.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent