Volvo snéri tapi í hagnað Finnur Thorlacius skrifar 23. janúar 2014 13:30 Volvo Concept Coupe. Rekstraráætlanir Volvo fyrir síðasta ár kváðu hvorki á um tap né hagnað. Því var það mikið gleðiefni fyrir Hakan Samuelsson að tilkynna það að Volvo hagnaðist á árinu. Fyrri hluta ársins í fyrra var Volvo rekið með tapi, en sá seinni gerði meira en að bæta það upp. Tapið á fyrri helmingnum nam 10,3 milljörðum króna. Gríðarlegur vöxtur í sölu Volvo bíla í Kína á seinni helmingi ársins er það sem helst skýrir þenna viðsnúning. Þar jókst salan um 46% og heildarsala Volvo bíla var 427.840 bílar, 1,4% meira en árið á undan. Næsta ár verður að sögn forstjórans ár vaxtar og vænta Volvo menn talsverðrar aukningar í sölu. Í Bandaríkjunum gekk Volvo illa á árinu og minnkaði salan um 10,1% þar. Því ætlar Volvo að snúa við á þessu ári. Með tilkomu nýrra bíla ætlar Volvo að sækja mjög á Bandaríkjamarkaði og með tilkomu nýs XC90 jeppa árið 2015 áætlar Volvo að það ár verði einnig farsælt fyrirtækinu þar. Volvo ætlar að hefja framleiðslu sumra bíla sinna í Kína á þessu ári og mun nokkuð stór hluti þeirra verða fluttir til Bandaríkjanna en enn stærri hluti þeirra verða seldir í Kína. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent
Rekstraráætlanir Volvo fyrir síðasta ár kváðu hvorki á um tap né hagnað. Því var það mikið gleðiefni fyrir Hakan Samuelsson að tilkynna það að Volvo hagnaðist á árinu. Fyrri hluta ársins í fyrra var Volvo rekið með tapi, en sá seinni gerði meira en að bæta það upp. Tapið á fyrri helmingnum nam 10,3 milljörðum króna. Gríðarlegur vöxtur í sölu Volvo bíla í Kína á seinni helmingi ársins er það sem helst skýrir þenna viðsnúning. Þar jókst salan um 46% og heildarsala Volvo bíla var 427.840 bílar, 1,4% meira en árið á undan. Næsta ár verður að sögn forstjórans ár vaxtar og vænta Volvo menn talsverðrar aukningar í sölu. Í Bandaríkjunum gekk Volvo illa á árinu og minnkaði salan um 10,1% þar. Því ætlar Volvo að snúa við á þessu ári. Með tilkomu nýrra bíla ætlar Volvo að sækja mjög á Bandaríkjamarkaði og með tilkomu nýs XC90 jeppa árið 2015 áætlar Volvo að það ár verði einnig farsælt fyrirtækinu þar. Volvo ætlar að hefja framleiðslu sumra bíla sinna í Kína á þessu ári og mun nokkuð stór hluti þeirra verða fluttir til Bandaríkjanna en enn stærri hluti þeirra verða seldir í Kína.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent