Wyszomirski sá um Svíana | Frakkland áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. janúar 2014 20:53 Ótrúleg frammistaða Piotr Wyszomirski fer í sögubækurnar. Vísir/AFP Markvörðurinn Piotr Wyszomirski sýndi heimsklassaframmistöðu þegar að Pólverjar rúlluðu upp Svíum á EM í handbolta í kvöld, 35-25. Um mikilvægan leik var að ræða en liðin voru bæði með fjögur stig í milliriðli 2 og gátu með sigri í dag blandað sér í baráttuna um sæti í undanúrslitum. Svíar byrjuðu miklu betur og komust yfir, 5-1. Slawomir Szmal byrjaði í marki Pólverja að venju en innkoma Piotr Wyszomirski gerbreytti leiknum. Hann einfaldlega lokaði markinu og sýndi ótrúleg tilþrif. Pólverjar skoruðu á þessum kafla átta mörk í röð. Pólland hafði þriggja marka forystu í hálfleik, 15-12, en stungu svo af í síðari hálfleik. Wyszomirski gaf ekkert eftir og varði alls sautján skot. Hann var lengi vel með 70 prósenta hlutfallsmarkvörslu en hún lækkaði í 53 prósent eftir að Svíar skoruðu nokkur mörk undir lok leiksins.Kim Ekdahl du Rietz skoraði sex mörk fyrir Svía og var þeirra besti leikmaður. Hjá Póllandi var Krzysztof Lijewski markahæstur með sex mörk. Úrslitin þýða að Frakkland er öruggt með efsta sæti milliriðils 2 og þar með sæti í undanúrslitum. Það er einnig ljóst að Svíar enda í fjórða sæti riðilsins með fjögur stig. Króatía og Pólland eru bæði með sex stig og eigast við í hreinum úrslitaleik á morgun um annað sæti riðilsins og þar með sæti í undanúrslitum. Verði niðurstaðan jafntefli dugir markatala og þar hafa Króatar yfirhöndina. EM 2014 karla Tengdar fréttir Króatar fóru létt með Rússa Króatía er í góðri stöðu í milliriðli 2 eftir sannfærandi sigur á Rússlandi í fyrsta leik dagsins á EM í handbolta, 33-25. 21. janúar 2014 16:41 Frakkar enn ósigraðir á EM Frakkland vann öruggan sigur á Hvíta-Rússlandi, 39-30, á EM í handbolta í dag og tróna á toppi milliriðils 2 með fullt hús stiga. 21. janúar 2014 18:46 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
Markvörðurinn Piotr Wyszomirski sýndi heimsklassaframmistöðu þegar að Pólverjar rúlluðu upp Svíum á EM í handbolta í kvöld, 35-25. Um mikilvægan leik var að ræða en liðin voru bæði með fjögur stig í milliriðli 2 og gátu með sigri í dag blandað sér í baráttuna um sæti í undanúrslitum. Svíar byrjuðu miklu betur og komust yfir, 5-1. Slawomir Szmal byrjaði í marki Pólverja að venju en innkoma Piotr Wyszomirski gerbreytti leiknum. Hann einfaldlega lokaði markinu og sýndi ótrúleg tilþrif. Pólverjar skoruðu á þessum kafla átta mörk í röð. Pólland hafði þriggja marka forystu í hálfleik, 15-12, en stungu svo af í síðari hálfleik. Wyszomirski gaf ekkert eftir og varði alls sautján skot. Hann var lengi vel með 70 prósenta hlutfallsmarkvörslu en hún lækkaði í 53 prósent eftir að Svíar skoruðu nokkur mörk undir lok leiksins.Kim Ekdahl du Rietz skoraði sex mörk fyrir Svía og var þeirra besti leikmaður. Hjá Póllandi var Krzysztof Lijewski markahæstur með sex mörk. Úrslitin þýða að Frakkland er öruggt með efsta sæti milliriðils 2 og þar með sæti í undanúrslitum. Það er einnig ljóst að Svíar enda í fjórða sæti riðilsins með fjögur stig. Króatía og Pólland eru bæði með sex stig og eigast við í hreinum úrslitaleik á morgun um annað sæti riðilsins og þar með sæti í undanúrslitum. Verði niðurstaðan jafntefli dugir markatala og þar hafa Króatar yfirhöndina.
EM 2014 karla Tengdar fréttir Króatar fóru létt með Rússa Króatía er í góðri stöðu í milliriðli 2 eftir sannfærandi sigur á Rússlandi í fyrsta leik dagsins á EM í handbolta, 33-25. 21. janúar 2014 16:41 Frakkar enn ósigraðir á EM Frakkland vann öruggan sigur á Hvíta-Rússlandi, 39-30, á EM í handbolta í dag og tróna á toppi milliriðils 2 með fullt hús stiga. 21. janúar 2014 18:46 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
Króatar fóru létt með Rússa Króatía er í góðri stöðu í milliriðli 2 eftir sannfærandi sigur á Rússlandi í fyrsta leik dagsins á EM í handbolta, 33-25. 21. janúar 2014 16:41
Frakkar enn ósigraðir á EM Frakkland vann öruggan sigur á Hvíta-Rússlandi, 39-30, á EM í handbolta í dag og tróna á toppi milliriðils 2 með fullt hús stiga. 21. janúar 2014 18:46