Alfa Romeo 4C gegn Porsche Cayman Finnur Thorlacius skrifar 21. janúar 2014 15:39 Nú þegar kaupendum býðst nýjasti bíll Alfa Romeo, þ.e. bíllinn 4C er rétt að bera hann saman við samkeppnina og það gerði Autocar í Bretlandi. Til að finna út hversu góður hann er var nærtækast að stefna honum gegn konungi þessa flokks bíla, Porsche Cayman. Cayman er reyndar aðeins ódýrari en Alfa Romeo 4C en sá ítalski er aðeins sneggri í hundraðið og er með yfirbyggingu úr koltrefjum. Reyndar var einum bíl enn boðið í partýið, þ.e. Toyota GT86, en sá bíll er mun aflminni á miklu mjórri dekkjum en elskar að taka beygjurnar á hlið. Sá bíll er miklu ódýrari og aflminni en hinir og því ekki raunhæft að bera hann saman við hina tvo. Eftir heilmiklar prufur á akstursbraut var dómur ökumanna Autocar nokkuð skýr, Alfa Romeo 4C á enn nokkuð í land með aksturshæfni og getu Porsche Cayman og að auki er Cayman ódýrari. Það virðist ætla að vera erfitt fyrir bílaframleiðendur að keppa við Porsche þegar kemur að akstureiginleikum þeirra bíla, en sjá má prufuakstur bílanna og dóm Autocar í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent
Nú þegar kaupendum býðst nýjasti bíll Alfa Romeo, þ.e. bíllinn 4C er rétt að bera hann saman við samkeppnina og það gerði Autocar í Bretlandi. Til að finna út hversu góður hann er var nærtækast að stefna honum gegn konungi þessa flokks bíla, Porsche Cayman. Cayman er reyndar aðeins ódýrari en Alfa Romeo 4C en sá ítalski er aðeins sneggri í hundraðið og er með yfirbyggingu úr koltrefjum. Reyndar var einum bíl enn boðið í partýið, þ.e. Toyota GT86, en sá bíll er mun aflminni á miklu mjórri dekkjum en elskar að taka beygjurnar á hlið. Sá bíll er miklu ódýrari og aflminni en hinir og því ekki raunhæft að bera hann saman við hina tvo. Eftir heilmiklar prufur á akstursbraut var dómur ökumanna Autocar nokkuð skýr, Alfa Romeo 4C á enn nokkuð í land með aksturshæfni og getu Porsche Cayman og að auki er Cayman ódýrari. Það virðist ætla að vera erfitt fyrir bílaframleiðendur að keppa við Porsche þegar kemur að akstureiginleikum þeirra bíla, en sjá má prufuakstur bílanna og dóm Autocar í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent