Björk sem var á tónleikunum deildi þessari frétt á facebook-síðu sinni og birti myndband í leiðinni af atvikinu, þegar lag hennar var leikið. Jay Z fékk áhorfendur til að hylla hana með fagnaðarlátum þegar hann sá að Björk okkar var á meðal áhorfenda.
Björk á óteljandi aðdáendur út um allan heim og er Jay Z án nokkurs vafa mikill aðdáandi hennar og hefur því nýtt tækifærið vel.
Jay Z er sem stendur á tónleikaferðalagi um Bandaríkin að kynna nýjustu plötuna sína Magna Carta Holy Grail. Hann mun einnig koma fram á Grammy verðlauna-hátíðinni ásamt eiginkonu sinni Beyonce Knowles sem fer fram næstkomandi sunnudag.
