Handbolti

Aron Rafn með ellefu varin skot og tvær stoðsendingar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Rafn Eðvarðsson
Aron Rafn Eðvarðsson Mynd/HSÍ
Landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson átti ágætan leik í kvöld þegar lið hans Eskilstuna Guif vann þriggja marka útisigur á  Skövde, 28-25, í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en þetta var fyrsti leikur liðanna eftir EM-fríið.

Íslendingurinn Kristján Andrésson þjálfar lið Eskilstuna Guif og með liðinu spila tveir íslenskir leikmenn.

Aron Rafn Eðvarðsson varði 11 skot í leiknum (af 29, 37 prósent) og átti auk þess tvær stoðsendingar á mann í hraðaupphlaup. Heimir Óli Heimisson skoraði eitt mark og fiskaði einnig eitt víti.

Eskilstuna Guif komst upp í fimmta sæti deildarinnar með þessum sigri en liðið hefur sjö stigum meira en Ólafur Guðmundsson og félagar í IFK Kristianstad sem sitja í toppsætinu eftir 20 umferðir.

Guif komst í 9-3 í upphafi leiks og náði mest átta mark forskoti í hálfleik. Guif var þremur mörkum yfir í hálfeik, 17-14. Munurinn hélst síðan í kringum þrjú mörkin allan seinni hálfleikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×