Umfjöllun og viðtöl: Fram - FH 25-23 | Framarar sterkir á lokakaflanum Anton Ingi Leifsson skrifar 30. janúar 2014 19:00 Vísir/Daníel Fram stakk sér upp í annað sætið í Olís-deild karla með sigri á FH, 25-23. Öflug markvarsla og góður síðari hálfleikur var lykillinn að sigri Fram. Liðin skiptust á að skora í byrjun en FH-ingar voru sterkari þegar leið á fyrri hálfleikinn með Magnús Óla fremstan í flokki. Framarar voru aldrei langt undan, en mest náði FH þriggja marka forystu. Gestirnir leiddu svo í hálfleik, 12-10. Í síðari hálfleikinn snerist taflið við. Framarar mættu dýrvitlausir og Stephen Nielsen varði og varði í markinu. Þeir breyttu stöðunni úr 12-14, í 17-15 og eftir það var ekki aftur snúið. Mest náðu heimamenn fjögurra marka forystu, 23-19. Lokatölur urðu svo 25-23, en FH-ingar náðu að minnka muninn í tvö mörk undir lokin en komust ekki nær. Framarar spiluðu leikinn vel. Fundu Garðar vel á línunni, Stefán Darri var ógnandi og Sigfús Páll býr alltaf til pláss og svæði. Stephen svo magnaður í markinu. Í FH-liðinu vantaði meiri ógn í sóknarleikinn í síðari hálfleik. Magnús Óli dró vagninn framan af, en þegar hann datt niður náðu ekki aðrir að stíga upp. Vandamál sem Einar Andri og Elvar, þjálfarar FH, þurfa að leysa. Garðar B. Sigurjónsson átti virkilega góðan dag fyrir Fram og skoraði níu mörk. Stephen Nielsen var þó maður leiksins, en hann varði 18 skot í markinu. Hjá FH var það Magnús Óli Magnússon sem var langatkvæðamestur með átta mörk. Ágúst Elí Björgvinsson varði vel í fyrri hálfleik, en datt aðeins niður í þeim síðari sem og allt liðið.Guðlaugur: Maður vill alltaf hafa sterkan heimavöll ,,Ég er gríðarlega ánægður með liðsheildina og við vorum að sýna karakter allan leikinn. Við vorum að tapa of mörgum boltum í fyrri hálfleik, en við börðumst allan tímann og Stephen var flottur fyrir aftan," sagði Guðlaugur við Vísi eftir leik. ,,Ég verð að hrósa Arnari Frey sem kom inn í vörnina hjá okkur. Þetta er þriðja flokks strákur og hann stóð sig mjög vel. Karakterin og vinnusemin voru til fyrirmyndar í dag." ,,Klisjan er varnarleikur og markvarsla. Það stóð virkilega með okkur í dag. Líka þegar við náðum ró sóknarlega, þá fannst mér við fá gott flot á boltann og náðum að opna vörnina hjá þeim vel. Ég er því bara ánægður með flest allt i dag." Fram hefur ekki tapað leik á heimavelli í vetur og segir Guðlaugur að það sé frábært. ,,Það er gaman að því að vera taplausir á heimavelli og vonandi höldum við því áfram. Maður vill alltaf hafa sterkan heimavöll, maður vill alltaf að félögin séu hrædd við að koma." ,,Við erum í þeirri stöðu að við þurfum að hafa rosalega fyrir hverjum einasta leik. Ef við erum tilbúnir að mæta rétt stemmdir í hvern einasta leik þá getum við náð úrslitunum með okkur og við höfum sýnt það í vetur. Við höldum bara áfram að bæta okkur og mæta tilbúnir að fórna öllu gjörsamlega í verkefnið, þetta snýst um það," sagði Guðlaugur að lokum.Einar Andri: Fannst við molna of auðveldlega ,,Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera góður, bæði í sókn og vörn. Mikið af skotfærum í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik myndi ég segja að við myndum skjóta okkur út úr leiknum," sagði Einar Andri við Vísi í leikslok. ,,Við erum með 25 skotfeila, en bara 7 tæknifeila sem er bara mjög gott - en skotfeilarnir eru alltof margir. Ákvarðanatakan í skotunum og hvernig við klárum sóknirnar með skotum, bæði í dauða- og ekki dauðafærum, er ekki ásættanlegt. Við fengum smá mótlæti og komum þarna einu sinni til baka, en mér fannst molna of auðveldlega undan okkur." Magnús Óli dró FH-lestina í fyrri hálfleik og upphafi síðari hálfleiks, en vantaði í síðari hálfleik að aðrir myndu stíga upp og taka á skarið. ,,Já það er hárrétt, það voru ekki nógu margir að skila til þess að við gætum klárað þennan leik. Flotið á sókninni var ekki nógu gott, við vorum oft komnir með tvo í okkur og náum ekki að losa og tökum skot í þeirri stöðu. Varnarleikurinn varð verri eftir því sem líða fór á leikinn." ,,Það er vont að vera ekki með lykilmenn í vörn eins og Andra (Berg) og Sigga (Sigurð Ágústsson) og Ragnar er nátturlega bara koma inn. Það er skarð fyrir skyldi." Einar Andri er þó bjartsýnn á framhaldið, en þetta var fyrsti leikur eftir landsliðspásuna. ,,Ég er bjartsýnn á framhaldið. Við verðum að líta á hlutina í samhengi og erum búnir að missa mikið af leikmönnum út. Náttulega markmanninn og okkar besta varnarmann, en við förum bara í hvern leik í einu og reynum að kreista stig út úr hverjum leik. Við sjáum svo hvað það skilar okkur," sagði Einar Andri að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Fram stakk sér upp í annað sætið í Olís-deild karla með sigri á FH, 25-23. Öflug markvarsla og góður síðari hálfleikur var lykillinn að sigri Fram. Liðin skiptust á að skora í byrjun en FH-ingar voru sterkari þegar leið á fyrri hálfleikinn með Magnús Óla fremstan í flokki. Framarar voru aldrei langt undan, en mest náði FH þriggja marka forystu. Gestirnir leiddu svo í hálfleik, 12-10. Í síðari hálfleikinn snerist taflið við. Framarar mættu dýrvitlausir og Stephen Nielsen varði og varði í markinu. Þeir breyttu stöðunni úr 12-14, í 17-15 og eftir það var ekki aftur snúið. Mest náðu heimamenn fjögurra marka forystu, 23-19. Lokatölur urðu svo 25-23, en FH-ingar náðu að minnka muninn í tvö mörk undir lokin en komust ekki nær. Framarar spiluðu leikinn vel. Fundu Garðar vel á línunni, Stefán Darri var ógnandi og Sigfús Páll býr alltaf til pláss og svæði. Stephen svo magnaður í markinu. Í FH-liðinu vantaði meiri ógn í sóknarleikinn í síðari hálfleik. Magnús Óli dró vagninn framan af, en þegar hann datt niður náðu ekki aðrir að stíga upp. Vandamál sem Einar Andri og Elvar, þjálfarar FH, þurfa að leysa. Garðar B. Sigurjónsson átti virkilega góðan dag fyrir Fram og skoraði níu mörk. Stephen Nielsen var þó maður leiksins, en hann varði 18 skot í markinu. Hjá FH var það Magnús Óli Magnússon sem var langatkvæðamestur með átta mörk. Ágúst Elí Björgvinsson varði vel í fyrri hálfleik, en datt aðeins niður í þeim síðari sem og allt liðið.Guðlaugur: Maður vill alltaf hafa sterkan heimavöll ,,Ég er gríðarlega ánægður með liðsheildina og við vorum að sýna karakter allan leikinn. Við vorum að tapa of mörgum boltum í fyrri hálfleik, en við börðumst allan tímann og Stephen var flottur fyrir aftan," sagði Guðlaugur við Vísi eftir leik. ,,Ég verð að hrósa Arnari Frey sem kom inn í vörnina hjá okkur. Þetta er þriðja flokks strákur og hann stóð sig mjög vel. Karakterin og vinnusemin voru til fyrirmyndar í dag." ,,Klisjan er varnarleikur og markvarsla. Það stóð virkilega með okkur í dag. Líka þegar við náðum ró sóknarlega, þá fannst mér við fá gott flot á boltann og náðum að opna vörnina hjá þeim vel. Ég er því bara ánægður með flest allt i dag." Fram hefur ekki tapað leik á heimavelli í vetur og segir Guðlaugur að það sé frábært. ,,Það er gaman að því að vera taplausir á heimavelli og vonandi höldum við því áfram. Maður vill alltaf hafa sterkan heimavöll, maður vill alltaf að félögin séu hrædd við að koma." ,,Við erum í þeirri stöðu að við þurfum að hafa rosalega fyrir hverjum einasta leik. Ef við erum tilbúnir að mæta rétt stemmdir í hvern einasta leik þá getum við náð úrslitunum með okkur og við höfum sýnt það í vetur. Við höldum bara áfram að bæta okkur og mæta tilbúnir að fórna öllu gjörsamlega í verkefnið, þetta snýst um það," sagði Guðlaugur að lokum.Einar Andri: Fannst við molna of auðveldlega ,,Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera góður, bæði í sókn og vörn. Mikið af skotfærum í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik myndi ég segja að við myndum skjóta okkur út úr leiknum," sagði Einar Andri við Vísi í leikslok. ,,Við erum með 25 skotfeila, en bara 7 tæknifeila sem er bara mjög gott - en skotfeilarnir eru alltof margir. Ákvarðanatakan í skotunum og hvernig við klárum sóknirnar með skotum, bæði í dauða- og ekki dauðafærum, er ekki ásættanlegt. Við fengum smá mótlæti og komum þarna einu sinni til baka, en mér fannst molna of auðveldlega undan okkur." Magnús Óli dró FH-lestina í fyrri hálfleik og upphafi síðari hálfleiks, en vantaði í síðari hálfleik að aðrir myndu stíga upp og taka á skarið. ,,Já það er hárrétt, það voru ekki nógu margir að skila til þess að við gætum klárað þennan leik. Flotið á sókninni var ekki nógu gott, við vorum oft komnir með tvo í okkur og náum ekki að losa og tökum skot í þeirri stöðu. Varnarleikurinn varð verri eftir því sem líða fór á leikinn." ,,Það er vont að vera ekki með lykilmenn í vörn eins og Andra (Berg) og Sigga (Sigurð Ágústsson) og Ragnar er nátturlega bara koma inn. Það er skarð fyrir skyldi." Einar Andri er þó bjartsýnn á framhaldið, en þetta var fyrsti leikur eftir landsliðspásuna. ,,Ég er bjartsýnn á framhaldið. Við verðum að líta á hlutina í samhengi og erum búnir að missa mikið af leikmönnum út. Náttulega markmanninn og okkar besta varnarmann, en við förum bara í hvern leik í einu og reynum að kreista stig út úr hverjum leik. Við sjáum svo hvað það skilar okkur," sagði Einar Andri að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira