400 hestöfl úr 40 kg vél Finnur Thorlacius skrifar 31. janúar 2014 10:30 Nissan DeltaWing ZEOD. Autoblog Nissan hefur tekist að kreista út heil 400 hestöfl úr 1,5 lítra vél sem vegur aðeins 40 kíló. Þessi vél verður í hinum undarlega skapaða DeltaWing ZEOD keppnisbíl sem att verður fram í þolaksturskeppni Le Mans í júní í ár. Eins og sést á myndinni hér að neðan er ekkert mál fyrir forstjóra Nismo, sem er keppnisbíladeild Nissan, að halda á vélinni í fanginu. Þessi netta vél er með 3 strokka. DeltaWing ZEOD bíllinn gengur reyndar líka fyrir rafmagni og kemst heilan hring í Le Mans á rafmagninu eingöngu. Nissan hefur bent á að afl þessarar vélar er meira á hvert kíló en vélarnar sem eru í Formúlu 1 bílum og verður það að teljast athyglivert. Vélin í bílnum er eins manns tak.Autoblog Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent
Nissan hefur tekist að kreista út heil 400 hestöfl úr 1,5 lítra vél sem vegur aðeins 40 kíló. Þessi vél verður í hinum undarlega skapaða DeltaWing ZEOD keppnisbíl sem att verður fram í þolaksturskeppni Le Mans í júní í ár. Eins og sést á myndinni hér að neðan er ekkert mál fyrir forstjóra Nismo, sem er keppnisbíladeild Nissan, að halda á vélinni í fanginu. Þessi netta vél er með 3 strokka. DeltaWing ZEOD bíllinn gengur reyndar líka fyrir rafmagni og kemst heilan hring í Le Mans á rafmagninu eingöngu. Nissan hefur bent á að afl þessarar vélar er meira á hvert kíló en vélarnar sem eru í Formúlu 1 bílum og verður það að teljast athyglivert. Vélin í bílnum er eins manns tak.Autoblog
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent