Handbolti

Kiel komið í góða stöðu í Meistaradeildinni

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Kiel gerði góða ferð til Danmerkur þar sem liðið lagði Kolding 26-24 í Bröndby í Meistaradeildinni í handbolta í dag. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði eitt mark en Aron Pálmarsson er meiddur.

Kiel er með fjögurra stiga forystu á toppi riðilsins þegar tvær umferðir eru eftir en Kielce og Kolding eru með 10 stig í öðru og þriðja sæti.

Staðan var jöfn í hálfleik 13-13 en Kiel reyndist sterkara í lokin og tryggði sér mikilvægan sigur.

Niclas Ekberg skoraði 8 mörk fyrir Kiel og Filip Jicha og Marko Vujin 5 mörk hvor.

Lasse Anderson skoraði 7 mörk fyrir Kolding og Albert Rocas 6.

Riðlakeppni EHF bikarsins hófst í dag en þar er leikið í fjórum fjögurra liða riðlum. Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin lögðu franska liðið Chambery Savoie 30-27 og Gunnar Steinn Jónsson skoraði fjögur mörk fyrir Nantes sem tapaði 28-27 fyrir Pick Szeged í Ungverjalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×