Andlitslyftur BMW X3 Finnur Thorlacius skrifar 7. febrúar 2014 09:47 Lagleg andlitslyfting BMW X3. Núverandi kynslóð BMW X3 jepplingsins er frá árinu 2010 og því kominn tími á andlitslyftingu bílsins. Ekki er um að ræða kynslóðarbreytingu á bílnum heldur lítillegar en góðar útlitsbreytingar. Ennfremur bætir BMW við tveimur gerðum bílsins, þ.e. X3 sDrive 28i og X3 xDrive 28d svo hann verði enn færari um að keppa í sínum flokki bíla við sífjölgandi gerðir. X3 sDrive 28i er ekki með fjórhjóladrifi heldur aðeins framhjóladrifi og sá fyrsti af X3 gerð. Hann verður með 2,0 lítra forþjöppudrifinni bensínvél sem skilar 240 hestöflum. X3 sDrive 28d er með 2,0 lítra dísilvél með forþjöppu, 180 hestöfl. Bensínbíllinn er 6,2 sek. í hundrað en dísilbíllinn 7,9 sekúndur. Ódýrasta gerð BMW X3 í Bandaríkjunum kostar 39.325 dollara, eða 4,6 milljónir króna. Sala á þessum andlitslyfta BMW X3 hefst með vorinu og er hann af árgerð 2015.Snotur jepplingur.Innanrými BMW X3. Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent
Núverandi kynslóð BMW X3 jepplingsins er frá árinu 2010 og því kominn tími á andlitslyftingu bílsins. Ekki er um að ræða kynslóðarbreytingu á bílnum heldur lítillegar en góðar útlitsbreytingar. Ennfremur bætir BMW við tveimur gerðum bílsins, þ.e. X3 sDrive 28i og X3 xDrive 28d svo hann verði enn færari um að keppa í sínum flokki bíla við sífjölgandi gerðir. X3 sDrive 28i er ekki með fjórhjóladrifi heldur aðeins framhjóladrifi og sá fyrsti af X3 gerð. Hann verður með 2,0 lítra forþjöppudrifinni bensínvél sem skilar 240 hestöflum. X3 sDrive 28d er með 2,0 lítra dísilvél með forþjöppu, 180 hestöfl. Bensínbíllinn er 6,2 sek. í hundrað en dísilbíllinn 7,9 sekúndur. Ódýrasta gerð BMW X3 í Bandaríkjunum kostar 39.325 dollara, eða 4,6 milljónir króna. Sala á þessum andlitslyfta BMW X3 hefst með vorinu og er hann af árgerð 2015.Snotur jepplingur.Innanrými BMW X3.
Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent