Ódýrast að eiga Mazda og Lexus Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2014 11:45 Mazda stóð sig best allra framleiðenda í flokki ódýrari bíla. Reynsluakstur bíla gefur ökumönnum ágæta hugmynd um hvað bílar eru bestir í akstri, en segir lítið um hvernig þeir munu reynast í framtíðinni. Því hefur Kelley Blue Book í Bandaríkjunum lengi rannsakað hvaða bílar reynast best við 5 ára eignarhald. Nýjustu niðurstöður þeirra sýna að bestu kaupin eru í Mazda bílum í ódýrari flokki bíla og Lexus í lúxusbílaflokki. Af bandarísku framleiðendunum stóðu bílar General Motors sig vel með bílana Chevrolet Spark og Spark EV tvinnbílinn, Chevrolet Camaro SS og ZL1. Toyota vann líka marga flokka bíla með bílgerðunum Corolla, Prius, Tacoma og Lexus LS og RX. Afskriftir og eldsneytiskostnaður spilar stór hlutverk við mat á bílunum í könnun Kelley Blue Book, en einnig fjármögnunarkostir, tryggingakostnaður, viðgerðarkostnaður og viðhald og þau gjöld sem greiða þarf af hverjum bíl. Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent
Reynsluakstur bíla gefur ökumönnum ágæta hugmynd um hvað bílar eru bestir í akstri, en segir lítið um hvernig þeir munu reynast í framtíðinni. Því hefur Kelley Blue Book í Bandaríkjunum lengi rannsakað hvaða bílar reynast best við 5 ára eignarhald. Nýjustu niðurstöður þeirra sýna að bestu kaupin eru í Mazda bílum í ódýrari flokki bíla og Lexus í lúxusbílaflokki. Af bandarísku framleiðendunum stóðu bílar General Motors sig vel með bílana Chevrolet Spark og Spark EV tvinnbílinn, Chevrolet Camaro SS og ZL1. Toyota vann líka marga flokka bíla með bílgerðunum Corolla, Prius, Tacoma og Lexus LS og RX. Afskriftir og eldsneytiskostnaður spilar stór hlutverk við mat á bílunum í könnun Kelley Blue Book, en einnig fjármögnunarkostir, tryggingakostnaður, viðgerðarkostnaður og viðhald og þau gjöld sem greiða þarf af hverjum bíl.
Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent