Körfubolti

Ísland í riðli með Bretlandi og Bosníu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hörður Axel Vilhjálmsson í leik með íslenska landsliðinu.
Hörður Axel Vilhjálmsson í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Stefán
Dregið var í riðla fyrir undankeppni EM 2015 í körfubolta en Ísland lenti í A-riðli með Bretlandi og Bosníu.

Alls var 26 liðum skipt í fjóra styrkleikaflokka og var Ísland í þeim þriðja. Liðin voru dregin í sjö riðla og lenti Ísland í öðrum þeirra sem innihalda aðeins tvö lið og fékk því ekki lið úr neðsta styrkleikaflokkinum.

Sigurvegarar riðlanna sjö komast áfram í úrslitakeppni EM sem verður haldin í Úkraínu á næsta ári ásamt þeim sex liðum sem bestum árangri ná í öðru sæti sinna riðla.

Það eru því góðar líkur á að annað sæti muni duga íslenska liðinu til að komast á EM. Bosnía er fyrirfram talið með besta lið riðilsins en Bretar eru einnig með öflugt lið. Leikir í undankeppninni fara fram í ágúst.

Fyrir ári síðan tók Ísland þátt í undankeppni fyrir sama mót en þá fengu minni þjóðir tækifæri að spila um eitt laust sæti í úrslitakeppninni. Ísland var í riðli með Búlgaríu og Rúmeníu og lenti þá í öðru sæti síns riðils.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×