Körfubolti

Axel og félagar töpuðu í botnbaráttuslag

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Axel Kárason
Axel Kárason Vísir/Anton
Axel Kárason og félagar í Værlöse BBK töpuðu í sannkölluðum botnbaráttuslag í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Róðurinn þyngist fyrir Værlöse sem situr á botni dönsku úrvalsdeildarinnar, sex stigum frá næstu liðum með fjórtán stig eftir 19 umferðir.

Neðstu tvö liðin í deildinni spila umspilsleiki upp á sæti sitt í deildinni og verður mikil barátta í lokaumferðum deildarinnar. Værlöse getur enn tryggt sæti sitt í deildinni enn róðurinn þyngist með hverjum tapleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×