Gróttukonur unnu glæsilegan eins marks sigur á Gróttu, 23-22, í 15. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld.
Gróttuliðið lék frábærlega í fyrri hálfleik sem liðið vann 15-12 og hélt síðan út á spennandi lokamínútum. Grótta skoraði sigurmarkið rétt áður en leiktíminn rann út. Það var leikstjórnandinn Eva Björk Davíðsdóttir sem var hetja Gróttu-liðsins þegar hún skoraði með lúmsku skoti rétt fyrir leikslok.
Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Gróttukonur stríða Valsliðinu en Gróttuliðið var óheppið að vinna ekki fyrri leikinn í Vodafone-höllinni en liðin gerðu þá jafntefli í byrjun október.
Þetta var aðeins annað tap Valsliðsins á tímabilinu og þau hafa bæði komið á útivelli og lokatölurnar voru 23-22 í bæði skiptin en hitt tapið kom á móti ÍBV í Eyjum fyrir tveimur vikum.
Gróttuliðið náði þarna að bæta fyrir jafntefli við KA/Þór á Akureyri á dögunum en liðið hefur sýnt á sér ýmsar hliðar í vetur, bæði góðar og slæmar. Þær sýndu í þessum leik að þær geta blandað sér í baráttuna í vetur.
Grótta - Valur 23-22 (15-12)
Mörk Gróttu: Anett Köbli 6, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 5, Unnur Ómarsdóttir 4, Eva Björk Davíðsdóttir 3, Ásthildur Embla Friðgeirsdóttir 3, Lene Burmo 2.
Mörk Vals: Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 7, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 3, Kristín Guðmundsdóttir 3, Aðalheiður Hreinsdóttir 2, Sigurlaug Rúnarsdóttir 2, Rebekka Rut Skúladóttir 1.
Gróttukonur unnu Val á marki á lokasekúndunni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu
Enski boltinn


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn



