Atletico Madrid er með 1-0 forystu í rimmu liðsins gegn AC Milan í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Diego Costa skoraði eina markið fyrir Spánverjana með laglegum skalla seint í leiknum.
AC Milan byrjaði þó betur í leiknum og fékk betri færi. Kaka og Andrea Poli komust báðir í góð færi en Thibaut Couirtois, markvörður Atletico, varði vel frá þeim.
Raul Garcia komst svo nálægt því að skora fyrir Atletico áður en að Costa tryggði Spánverjunum sigur með dýrmætu útivallarmarki.
Síðari leikur liðanna fer fram í Madríd.
Mikilvægt útivallarmark Diego Costa tryggði sigurinn | Myndband
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti


„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn



Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti
