Manchester City á erfitt verkefni fyrir höndum ætli liðið sér að komast áfram í fjórðungsúrslit Meistaradeildar Evrópu.
Liðið tapaði fyrir Barcelona á heimavelli, 2-0, og munaði mestu um að liðið missti varnarmanninn Martin Demichelis af velli með rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks.
Demichelis braut þá á landa sínum frá Argentínu, Lionel Messi, sem var sloppinn í gegn. Vítaspyrna var umsvifalaust dæmd og Demichelis sendur í bað. Messi skoraði svo sjálfur úr spyrnunni.
City-menn héldu áfram að verjast eins og þeir höfðu gert allan leikinn. En á 90. mínútu brást vörnin eftir laglegt spil þeirra Dani Alves og Neymar á hægri kantinum. Alves komst í gott færi í vítateignum og skilaði knettinum í netið.
David Silva fékk besta færi City í seinni hálfleik en hann lét Victor Valdes verja frá sér í stöðunni 1-0. Lítið var um opin færi í fyrri hálfleik.
Síðari leikur liðanna fer fram í Barcelona en 16-liða úrslitin halda áfram annað kvöld.
Barcelona refsaði City á Etihad
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


„Menn vissu bara upp á sig sökina“
Körfubolti

Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United
Enski boltinn

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni
Íslenski boltinn


Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar
Íslenski boltinn



Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
