Handbolti

Rúnar verður áfram í Hannover-Burgdorf

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rúnar í leik með íslenska landsliðinu.
Rúnar í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/AFP
Þýska úrvalsdeildarfélagið Hannover-Burgdorf tilkynnti í dag að Rúnar Kárason hefði gert nýjan samning við félagið.

Rúnar, sem kom til félagsins í nóvember, verður hjá félaginu til loka tímabilsins 2016 en forráðamenn þess eru ánægðir með frammistöðu íslenska landsliðsmannsins.

„Hann kom okkur til aðstoðar í nóvember þegar við vorum í vandræðum með leikmannahópinn. En hann hjálpaði okkur að vinna mikilvæga leiki í úrvalsdeildinni og EHF-bikarnum,“ sagði þjálfarinn Christopher Nordmeyer í viðtali á heimasíðu Hannover-Burgdorf.

„Rúnar er 25 ára en býr yfir talsverðri reynslu úr bestu deild heims. Hann mun hjálpa okkur að ná markmiðum okkar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×