Spennandi veiðisvæði sem ekki margir þekkja Karl Lúðvíksson skrifar 17. febrúar 2014 14:35 Það er alltaf spennandi þegar ný veiðisvæði eru kynnt fyrir veiðimönnum og sérstaklega þegar svæðin eru gjöful, í fallegri náttúru og að miklu leiti ókönnuð. Hreggnasi hefur kynnt nýtt svæði fyrir veiðimönnum en það er veiðisvæði Fossár, Rauðár og Sandár í Þjórsárdal. Veitt er á tvær stangir á laxasvæðinu í Fossá neðan við Hjálparfoss niður að ármótum Sandár og Þjórsár. Veiðanlegur hluti Fossár er um 2 kílómetrar en Sandáin er veiðanleg á um 10 kílómetra kafla. Þarna er því mjög rúmt um veiðimenn og staðirnir fá því nokkuð góða hvíld. Í fyrra voru skráðir til bókar 174 laxar á fáum veiðidögum, en svæðið var ekki á almennum markaði sem heitið getur. Voru dæmi þess að veiðimenn fengju 20 laxa á dag á tvær stangir. Mikill sjóbirtingur gengur einnig á veiðisvæðið og getur birtingurinn orðið býsna stór, og dæmi um 15-16 punda fiska. Nokkuð er um stórlax, og hlutfall hans hærra en í mörgum laxveiðiám sunnan- og vestanlands. Fiskgengd um Búða í Þjórsá var skráð 1.926 fiskar sumarið 2013 og stór hluti þeirrar göngu leitar upp í þessar gullfallegu veiðiár. Þess má geta að einnig er hægt að fá staðbundna bleikju og urriða á svæðinu. Veiðitími á laxasvæðinu er frá júlímánuði og út september. Á silungasvæðinu er veitt á tvær stangir í Fossá ofan Hjálparfoss ásamt Rauðá. Hér er um kyngimagnað og víðfemt svæði að ræða, sem getur verið erfitt yfirferðar. Vegur er upp með ánni beggja vegna en hér er best að veiða á tveimur jafnfljótum. Gróið mosvaxið hraun og eyðilendur eru meðfram ánni, og þar eru engir vegir. Umhverfið er viðkvæmt og utanvegaakstur stranglega bannaður. Veitt er upp að Háafossi sem er annar stærsti foss landsins – 122 metrar og umhverfið eins og það gerist stórfenglegast. Þetta er skemmtileg viðbót við veiðiflóruna og magnað að á þessum tímum skuli detta inn svæði sem sárafáir hafa veitt en enn færri heyrt af. Stangveiði Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði
Það er alltaf spennandi þegar ný veiðisvæði eru kynnt fyrir veiðimönnum og sérstaklega þegar svæðin eru gjöful, í fallegri náttúru og að miklu leiti ókönnuð. Hreggnasi hefur kynnt nýtt svæði fyrir veiðimönnum en það er veiðisvæði Fossár, Rauðár og Sandár í Þjórsárdal. Veitt er á tvær stangir á laxasvæðinu í Fossá neðan við Hjálparfoss niður að ármótum Sandár og Þjórsár. Veiðanlegur hluti Fossár er um 2 kílómetrar en Sandáin er veiðanleg á um 10 kílómetra kafla. Þarna er því mjög rúmt um veiðimenn og staðirnir fá því nokkuð góða hvíld. Í fyrra voru skráðir til bókar 174 laxar á fáum veiðidögum, en svæðið var ekki á almennum markaði sem heitið getur. Voru dæmi þess að veiðimenn fengju 20 laxa á dag á tvær stangir. Mikill sjóbirtingur gengur einnig á veiðisvæðið og getur birtingurinn orðið býsna stór, og dæmi um 15-16 punda fiska. Nokkuð er um stórlax, og hlutfall hans hærra en í mörgum laxveiðiám sunnan- og vestanlands. Fiskgengd um Búða í Þjórsá var skráð 1.926 fiskar sumarið 2013 og stór hluti þeirrar göngu leitar upp í þessar gullfallegu veiðiár. Þess má geta að einnig er hægt að fá staðbundna bleikju og urriða á svæðinu. Veiðitími á laxasvæðinu er frá júlímánuði og út september. Á silungasvæðinu er veitt á tvær stangir í Fossá ofan Hjálparfoss ásamt Rauðá. Hér er um kyngimagnað og víðfemt svæði að ræða, sem getur verið erfitt yfirferðar. Vegur er upp með ánni beggja vegna en hér er best að veiða á tveimur jafnfljótum. Gróið mosvaxið hraun og eyðilendur eru meðfram ánni, og þar eru engir vegir. Umhverfið er viðkvæmt og utanvegaakstur stranglega bannaður. Veitt er upp að Háafossi sem er annar stærsti foss landsins – 122 metrar og umhverfið eins og það gerist stórfenglegast. Þetta er skemmtileg viðbót við veiðiflóruna og magnað að á þessum tímum skuli detta inn svæði sem sárafáir hafa veitt en enn færri heyrt af.
Stangveiði Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði